Rembihnútar AGS

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er í skuggalega vondum málum gagnvart heimilum þessa lands, þar sem hún hefur ekki tekið nægjanlega á lánamálum fólks og gert uppboðshaldara að uppteknustu mönnum þessa lands.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvílíku hrikalegu þrotabúi stjórnin tók við eftir allt hið meinta góðæri, sem reyndist svo vera eitt allsherjar samsæri gegn þjóðinni.

Þetta vita allir og ráðherrarnir best allra. Hvað veldur því að ekki er reynt að hjálpa fólkinu betur? Skortir viljann til að létta undir með fólkinu? Ég hef ekki nokkra trú á því.

Eru hendur ríkisstjórnarinnar rammlega bundnar í þessu máli og einnig fætur? Ef svo er, hver hnýtti þá rembihnúta?

Líklega segja margir AGS.

Líklega væri þessi sama staða uppi hver sem væri í stjórn.

Líklega, en erfitt að fullyrða nokkuð um það.

Vertu blessaður Mark Flanagan. Skuldugir Íslendingar munu ekki sakna þín.

 


mbl.is Flanagan kveður Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er einfalt og ekki dularfullt.

Skipunin er þessi: Hver einasta króna af "skuldum" almennings skal innheimt þannig að ekkert lendi á fjármagnseigendunum og "kröfuhöfum". Þau heimili sem geta ekki borgað missa allt sem þau töldu sig eiga og ábyrgðarmenn hundeltir það eftir er.

Fari ríkisstjórnin út í minnstu aðgerðir sem kosta að heimilin fái leiðréttingu á "skuldunum" á kostnað fjármagnseigenda og "kröfuhafa" verður Ísland hreint og beint fryst úti af AGS og ESB, með öllu sem því fylgir ... þ.e. algjöru efnahagshruni.

Langtímaáætlunin er sú að fjármagnseigendur og "kröfuhafar" eignist allt sem á Íslandi er og þar með Ísland.

Hólímólí (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Björn Birgisson

Guð blessi Mörland!

Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 18:28

3 identicon

Er Guð í Grindavík?

Hólímólí (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hef ekki hitt hann, en ég skal svipast um!

Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 19:59

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hann hefur verið í felum síðan Geir H Bað hann að blessa Island.

Eyjólfur G Svavarsson, 7.10.2010 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband