6.10.2010 | 20:57
Mannalætin vefjast ekki fyrir Bjarna Benediktssyni
Það er aldeilis hroki í þeim tilsvörum Bjarna Benediktssonar sem birtast í þessari frétt. Hann er greinilega búinn að gleyma þætti Sjálfstæðisflokksins í að koma þjóðinni á skeljarnar, ef ekki neðar og ætti í raun að hanga á snerlinum, suðandi um að fá að taka til eftir flokkinn sinn í góðu samstarfi við gott fólk.
"En samstarf við aðra flokka gengur ekki þannig fyrir sig að ríkisstjórnin velji úr þau mál sem hún er komin í mestar ógöngur með, óski eftir því að aðrir komi þeim til bjargar og kalli það samráð" segir Bjarni Benediktsson.
Nú rífur hann bara kjaft og þykist vilja kosningar og snýr bara upp á sig og neitar öllu samráði. Með því fellir hann engar keilur, en gjaldfellir sjálfan sig um nokkra flokka. Líklega um nokkur þúsund atkvæði. Fólkið í landinu vill aukið samráð í þinginu. Ekki hrokafull tilsvör reynslulítilla æskumanna.
"Þjóðin þarf ekki samstarf flokka um einstök mál sem ríkisstjórnin hefur reynst ófær um að leysa. Þjóðin þarf nýja ríkisstjórn sem starfar á grundvelli endurreisnarstefnu sem gefur fólki og fyrirtækjum von um bjartari framtíð," segir í fréttatilkynningu frá Bjarna Benediktssyni.
Eitt er nú að bera sig mannalega í stjórnarandstöðu. Það er ég handviss um að ef skyndilega yrði boðað til kosninga, þá myndi Bjarni missa svefn í viku og naga allar neglurnar gjörsamlega upp í kviku og tæma allar birgðir af kvíðastillandi sem hann kæmist yfir.
Þrátt fyrir mannalætin sem hann er að sýna, þá langar hann síst af öllu í ríkisstjórn. Hvað þá að leiða ríkisstjórn. Til þess hefur hann ekkert af því sem þarf.
Ekki aldur. Ekki þroska. Ekki reynslu.
Hans tími er ekki kominn, hvað sem síðar verður.
Boða formenn flokka á fund í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er betra að vera með mannalæti og ratast rétt orð í munn en hjáróma útúrsnúning og þylja endalaust upp...ég tel....ég tel....ég tel....og svo bregst það ekki að það komi í ljós að það sem Steingrímur og Jóhanna telja er alrangt þegar upp er staðið. Þá er nú betra að vita hvað maður er að gera jafnvel þó sumir telji það mannalæti.
assa (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:53
Mannalæti eru alltaf hálf leiðinleg, reyndar oftast brosleg!
Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 21:58
Bjarni misskilur stöðu sína all svakalega. Hann mun ekki ríða feitum hesti frá Alþingi frekar en aðrir þingmenn. Og nú hótar hann almenningi öllum að Sjálfstæðisflokkurinn muni ekki taka þátt í endurreisn heimila landsins!
Krafa almennings er skýr. Við viljum aðgerðir strax! Mótmælin snúa að hverjum þeim sem leggur hindrun í þá götu!
Og fái þeir makaleg málagjöld sem það gera!!!
Kristinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 22:03
Já, Kristinn, ég hélt að þetta væri einmitt svona eins og þú lýsir. Bjarni karlinn virðist á annarri skoðun. Ég held að honum hefnist fyrir það.
Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 22:17
Kristinn og Björn. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk, hvort sem það er Bjarni eða einhver annar vinni gegn sinni eigin sannfæringu. Hvernig á maðurinn að geta komið til móts við ríkisstjórn Jóhönnu þegar hún vill í engu víkja frá sinni einstrengingslegu stefnu? Það er ekki hægt að ætlast til að Bjarni segi bara já og amen, ég skal hjálpa ykkur að laga hlutina jafnvel þó samviska mín segi að ég sé að gera rangt fyrir þjóð mína. Ekki frekar en hægt er að ætlast til að Jóhanna og Steingrímur vinni gegn sinni betri vitund. Enda gera þau það ekki. Það er löngu ljóst.
assa (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 22:30
Burt með VG. Sjálfstæðisflokkur og Samfylking þurfa að brjóta odd af oflæti sínu og ná saman stjórn, hvort það verður án eða með Framsókn og/eða Hreyfingarleysinu skiptir ekki máli. Það er öllu fórnandi fyrir að rjúfa kyrrstöðuna, kosningar núna er ekki valkostur.
Geirmundur heljarskinn, 6.10.2010 kl. 23:18
Geirmundur, þetta er heljarstór tillaga!
Björn Birgisson, 6.10.2010 kl. 23:20
Þegar vandinn er mikill þarf stórar lausnir. Er önnur lausn á borðinu?
Geirmundur heljarskinn, 6.10.2010 kl. 23:30
Geirmundur, þú ert greinilega ekki hrifinn af VG!
Björn Birgisson, 7.10.2010 kl. 00:00
B. Birgisson varst þú að tala um manna læti? Sálarforungi þinn er nú í sjónvarpinnu og heggur þar kjaft án tillits til sálna sem nú eiga einga vörn.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.10.2010 kl. 00:54
Hann er víða niðurskurðurinn. Birgisson (#10) er núna skrifað með einföldu i.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.10.2010 kl. 06:51
Ég hef hreinlega ekki hitt mann sem þolir BB, allir sem ég hitti fá grænar bólur bara ef BB er nefndur á nafn.
:)=
DoctorE (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:03
DoctorE: Þú segir orðrétt: "Ég hef hreinlega ekki hitt mann sem þolir BB, allir sem ég hitti fá grænar bólur bara ef BB er nefndur á nafn."
Mér finnst þetta dálítið fyndið vegna þess að faðir minn sá mikli höfðingi Björn Birgisson notar stundum skammstöfunina BB
Gunnar Björn Björnsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:53
Strákar, mig langar að vita útaf hverju þið eruð alltaf að úthúða Bjarna Ben? Hvað hefur hann gert ykkur?
Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 7.10.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.