6.10.2010 | 22:55
Lambakjötið og niðurskurðurinn
"Á sama tíma og niðurskurður í heilbrigðisþjónustu út á landi er um 2 milljarðar er verið að tryggja sauðfjárrækt 4 milljarða. Spurningin er af hverju þessari atvinnugrein er haldið algerlega fyrir utan sparnað á meðan aðrir þurfa að skera niður alveg að beini? Er þetta það sem fólkið í landinu vill? Vill fólkið missa slíka þjónustu úr sinni heimabyggð eða vill það missa eitthvað annað?" spyr Margrét Guðmundsdóttir, formaður FA.
Öllum finnst lambakjöt betra en uppskurðir, pillur og meðferðir.
Án gríns, lesið þessa frétt. Margrét er greinilega afar glögg kona með heilbrigða sýn á marga hluti.
En að tala nú um norræna velferð og allt sem að henni lýtur er auðvitað út í hött. Álíka gáfulegt og að spyrja deyjandi krabbameinssjúkling hvað hann vilji í matinn um næstu jól.
Velferð er fín, en nú er meirihluti þjóðarinnar í öndunarvél og berst fyrir lífi sínu.
Í bókstaflegri merkingu og einnig fjárhagslega.
Ekki á braut velferðarsamfélags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér er alveg orðið sama. Ég verð farinn frá Íslandi í Febrúar 2010 og ég kem ekki aftur.
Jón Frímann Jónsson, 7.10.2010 kl. 00:16
Febrúar 2010? Gangi þér sem best!
Björn Birgisson, 7.10.2010 kl. 00:31
Jón Frímann, get ég fengið far með þér í tímavélinni þinni? Mig langar að komast aftur til svona 2007 og svo aftur til baka, þarf að lagfæra nokkrar ranga fjármálagjörninga.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 00:41
Björn, Þetta átti auðvitað að vera Febrúar árið 2011. Svona getur maður nú ýtt á vitlausa takka á lyklaborðinu þegar maður er að flýtja sér, og þetta er ferðatölvulyklaborð sem ég er að nota, og uppsetningin er ekki sú sem ég er vanur en get samt notað engu að síður.
Sigurður, Tímaferðalög eru bönnuð frumstæðum mönnum eins og mér og þér.
Jón Frímann Jónsson, 7.10.2010 kl. 01:25
Björn hvað er til ráða við losnum ekki við þessa aflóga stjórnmálamenn og embættismannaelítu.
Magnús Gunnarsson, 7.10.2010 kl. 07:35
Magnús, það eru engin ráð til þess og kosningar bæta ekkert. Besta fólkið vill ekki koma nálægt stjórnmálum.
Björn Birgisson, 7.10.2010 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.