Seinheppinn formaður

"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag ríkisstjórnina fá „algjöra falleinkunn". Hún hafi ekki náð utan um vandann og ekki komið með almennilegar lausnir."

Auðvitað hefur ríkisstjórnin ekki náð utan um vandann sem hún fékk í arf. Hann var svo hrikalegur að það tekur mörg ár að ná almennilega utan um hann og leiðrétta allan viðbjóðinn sem áður viðgekkst og Bjarni kannast áreiðanlega ágætlega við úr ranni eigin flokks.

"Ekki síst er vandinn bundinn við ómögulega efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar" segir formaðurinn ungi svo.

Segir ekki staðan nú að þessi orð gildi um fleiri stjórnir en þá sem nú situr? Gott er að geta strikað fortíðina út og tala svo eins og hvítþveginn engill. Verst að fáir trúa boðskapnum.

Svo er Sjálfstæðisflokkurinn bara farinn í fýlu og vill ekkert hjálpa til í tiltektinni! Það er verulega aum afstaða, en fyrst þó og fremst bráðfyndin, enda aðhlátursefni margra þessa dagana!

Ósköp er hann seinheppinn í sinni gagnrýni blessaður strákurinn! 


mbl.is „Algjör falleinkunn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er öllum ljóst nema kannski einhverjum afturhaldskommum að aðalvandamál Íslands í dag er tæra vinstri stjórnin -
Alltaf að tala um fortíðina - hvar er framtíðarsín þessarar tæru getulausu ríkisstjónar -
Eins og þú veist er það eitt aðalmarkmarkmið sósíalista að þurrka út millistéttina - þú væntanega syður það ?
Ertu sáttur við atvinnustoppsetefnu vg ?

"Allir dagar þar sem ljós sjálfstæðisstefnunnar kviknar og myrkur vinstri stefnunnar slokknar eru góðir dagar"
Óðinn Þórisson 07.10.2010

Óðinn Þórisson, 7.10.2010 kl. 17:21

2 identicon

Lilja Mósesdóttir sagði að bestu hugmyndir um úrræði í þessari kreppu hefðu komið frá sjálfstæðisflokknum og framsókn.  Það að skattleggja tímabundið innlögn á viðbótalífeyrissparnaði og 20% flatan niðurskurð á lánum en þar sem þetta kom frá þeim flokkum þá var því hafnað.  Væri nær að manneskja eins og Lilja myndi gegna fjármálaráðherrastarfinu heldur en þessi jarðfræðingur sem heldur sig við það sem vinstra er vænt að skattleggja allt til dauðans.  En já árið 3000 myndi jarðfræðingur ennþá vera tauta gleymum því ekki hver kom okkur í þessa stöðu.  Á sama tíma væri jarðfræðingurinn ekki búinn að gera neitt annað en að bæta við sköttum.

Þetta sem Lilja sagði segir meira um viðmót stjórnarflokkana um samstarf en allt þetta bull frá þér.

prakkari (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, fátæk þjóð gæti bjargað sér, með frjálsum handfæra veiðum, en Jóhanna gleymdi

loforði sínu við Íslensku þjóðina, Frjálsar Handfæra Veiðar.

15.OOO. manneskjur eru án vinnu, og auknu atvinnuleysi er spáð í vetur.

Björn, hvað þarf til, svo Jóhanna fái minnið aftur ?

Aðalsteinn Agnarsson, 7.10.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband