Hvert á fólkið að fara? Er ríkisstjórnin í raun að vísa þúsundum úr landi?

"Stjórn Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum mótmælir harðlega tillögum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni á Vestfjörðum.

Fullyrða talsmenn félagsins að áætlaður niðurskurður muni hafa ófyrirséðar afleiðingar sem muni valda byggðaröskun og lakari heilbrigðisþjónustu.

Slíkur niðurskurður mun valda fækkun starfa, fækkun íbúa og veikir búsetuskilyrði til framtíðar,segir í ályktun frá stjórninni."

Byggðaröskun?

Hvert á fólkið að fara?

Varla á höfuðborgarsvæðið og alls ekki á Suðurnesin í atvinnuleysið og niðurskurðinn þar.

Er ríkisstjórnin í raun að vísa þúsundum úr landi með þessum hrikalegu niðurskurðarhugmyndum um allt landið?


mbl.is Ýtir undir fólksfækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er ekki annað hægt en að óska harðasta stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar til hamingju með allar þessar frábæru tillögur. Nú er bara að skella sér Vestur með Ólínu Þorvarðardóttur og hæla ykkur að verkum ykkar. Vinsamlegast ekki koma aftur!

Sigurður Þorsteinsson, 7.10.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka þér vinsemdina Sigurður! Það er illt að taka við eftir óstjórn íhaldsins til margra ára og falla svo í þessa gryfju niðurskurðar, þegar margt annað er hægt að skera. Ég held ekki að þú sért jafn einfaldur og athugasemdin þín gefur til kynna! Vertu endilega velkominn aftur!

Björn Birgisson, 7.10.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn ég held ekki að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar starfi af illgirni, nei frekar af þekkingarskorti. Bloggfærslur þínar um aðgerðir ríkistjórnarinnar held ég að séu af sama toga. Þessi ríkisstjórn hefur haft tvo ár til þess að taka á efnahagsmálum og innan raða stjórnarflokkana er einn af hæfustu þingmönnum okkar í efnahagsmálum, Lilja Mósesdóttir. Þekking hennar er hvorki þegin eða starfskrafa hennar óskað.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stóð sig illa, enda gagnrýndi ég þá efnahagsstjórn. Merkileg skýrsla var tekin saman fyrir Samfylkinguna um efnahagsmál af Jóni Sigurðssyni. Þar var varað við hættunni. Ráðherrar Samfylkingarinnar tóku ekki mark á greiningu eigin sérfræðinga og gerðu illt verra með aðgerðum sínum. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.10.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 602715

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband