Fyllum við fjárlagagatið með feitum þingmönnum?

"Ríkisstjórnin á núna bara einn kost. Lýsa því yfir að fallið verði tafarlaust frá þessum fyrirætlunum og að við afgreiðslu fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaganna verði tillögurnar dregnar til baka" segir Einar K. Guðfinnsson þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega.

Og hvað svo? Hvernig ætlar þingmaðurinn að fylla upp í fjárlagagatið?

Á kannski að troða Einari K. Guðfinnssyni og öðrum þeim þingmönnum, innan stjórnar og utan, sem eru ekki tilbúnir að samþykkja niðurskurðinn, í fjárlagagatið til uppfyllingar þess?

Eða á kannski gatið bara að gapa og stækka þar til ríkissjóður fer endanlega á hausinn?

Svakalega hlýtur að vera gaman að vera í pólitík hérlendis um þessar mundir!

Ég er að verða alveg gáttaður á pólitíkinni í þessu landi í heild sinni. Þegar samstöðu er þörf, sem aldrei fyrr, hlaupa þingmenn stefnulaust um víðan völl eins og hauslausar hænur, bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar, gasprandi og gaggandi og þjóðin fylgist agndofa með allri vitleysunni og ber potta og olíutunnur til að fá útrás fyrir þörfina til að berja eitthvað.

Ekki skrýtið að Icelandair ætli að fjölga ferðum yfir hafið á ári komanda.

Kreppan er rétt að byrja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband