8.10.2010 | 21:31
Sauðdrukkinn þingmaður á heimavelli?
"Bubbi Morthens segir að varaþingmaðurinn Óli Björn Kárason hafi verið sauðdrukkinn á mótmælunum á Austurvelli í byrjun vikunnar. Hann segir að varaþingmaðurinn hafi átt erfitt með að tala sökum mikillar drykkju.
Vísir greindi frá því á þriðjudagsmorgun að Óli Björn hefði verið fjarlægður af lögreglu kvöldið áður en sjálfur sagði varaþingmaðurinn að um misskilning væri að ræða. Ég var staddur fyrir utan girðinguna. Það var gripið í mig og mér hent inn fyrir girðinguna. Lögreglan bjargaði mér og ég er afar þakklátur henni fyrir það," sagði Óli Björn ennfremur. Segir vísir.is
Var ekki Sigmundur Ernir örugglega ekki innandyra, bláedrú að hlusta á ræðurnar?
Mikið dómgreindarleysi af Óla Birni að láta góma sig svona. Mér sýnist nú á myndinni að varaþingmanninum hennar Þorgerðar Katrínar verði ekki svo auðveldlega hent yfir þokkalega háar girðingar.
Óli Björn má auðvitað vera drukkinn þegar hann vill, en úr þessu fær hann tæplega að vera varaþingmaður lengur.
Þetta er hálfgerður skandall sem ekki hæfir þingsetumanni til lengri eða skemmri tíma.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alls ekki fallegt Björn, alls ekki, ef satt er.
Guðmundur Júlíusson, 8.10.2010 kl. 22:19
Guðmundur líttu á myndina. Ekki var ég þarna, en mig grunar að fréttin sé nokkuð rétt, því miður fyrir manninn. Efast þú um það?
Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 22:31
Birni hefur fatast flest,
þótt fagur sé minnisvarðinn.
Sumir telja sjálfsagt best
að setja hann í Húsdýragarðinn.
Vantar ekki björn þar?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 8.10.2010 kl. 22:37
Í raun ekki, en mér var kennt að láta ekki mata mig á neinu því sem ég ekki hef stjórn á, en þessi mynd lítur ekki vel út.
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 22:39
Guðmundur, hver kenndi þér þessa karlrembulegu speki? Þarft þú að hafa stjórn á öllu? Það er naumast! Ég læt mata mig á öllu og hef ekki stjórn á neinu og líkar það bara ágætlega!
Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 22:45
Ben.Ax., þakka þér fyrir vísuna, ég tek hana hiklaust til mín og gef mig fram við Húsdýragarðinn á morgun - til að hrella börnin og foreldra þeirra, einnig ömmur og afa.
Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 22:58
Góð vísa hjá Ben.Ax. Held mig við andapollinn hjá Norræna.
Eggjaköst, Birnir, Bubbar og Ólar hafa ekki ratað þangað ennþá. Höldum því þannig...!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.