Engin furða að langur biðlisti sé eftir fangelsisrými hérlendis!

"Fjörutíu fangar á bak við lás og slá hafa þegið atvinnuleysisbætur á þessu ári. Dæmi eru um að fangar sem setið hafa inni í marga mánuði hafi þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma. Þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur þurfa að staðfesta atvinnuleit rafrænt mánaðarlega. Þetta virðist ekki hafa verið hindrun fyrir fanganna en grunur leikur á að skráningar hafi farið fram innan veggja fangelsanna." segir vísir.is

Æææææ ..., alltaf er að koma betur í ljós hve Íslenskir og erlendir glæpamenn eru langt um snjallari en embættismennirnir okkar og öll fínu kerfin þeirra. Þetta eru allt embættismenn sem eru á sallafínum launum, en ættu í raun að vera á atvinnuleysisbótum og sumir jafnvel að sitja inni og læra þar sitthvað af snjöllun náungum!

Bankaræningjarnir gátu auðveldlega blekkt allt og alla í kerfinu og nú er komið í ljós að venjulegir smákrimmar á Hrauninu fóru létt með það sama.

Þannig er nú komið fyrir mér að mér finnst þessi frétt alveg bráðfyndin!

Ekki síst síðasta setningin sem vitnað er til: "........ en grunur leikur á að skráningar hafi farið fram innan veggja fangelsanna."

Fínt að dvelja í lúxus á kostnað skattborgaranna, éta og gista frítt alla daga. Flakka svo um í tölvunni og tryggja sér ágætt kaup í leiðinni! Gerist það betra?

Engin furða að langur biðlisti sé eftir fangelsisrými hérlendis!

Hver fangi kostar ríkið 8,7 milljónir á ári og gott betur ef hann er líka á atvinnuleysisbótum fyrir að missa af afbrotaiðjunni á meðan hann situr inni!

Þetta hefur ríkið upp úr því að svipta þessa menn atvinnunni! Æææææ ........

Er þetta ekki bara tær snilld?

Er kannski eitthvað að í henni Kaupmannahöfn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veit ég að fangar hafa ekki netaðgang. Skráningar "innan veggja" eru óhugsandi án þátttöku fangavarða. Grunar mig að "stimplunin" sé fremur í familíu þeirra.

Í hamingjunnar bænum, látum vera að ásaka fangaverði, þar til annað kemur í ljós. Öfugt við Vísi.is ...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 23:42

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað sagði Pyrrhos? Enginn veggur (girðing) er svo hár (há) að Óli Bj........, nei að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann, eða eitthvað í þá veruna.

Hvert er gangverðið á fangavörðum núna? Sá er spurður sem veit.

Björn Birgisson, 8.10.2010 kl. 23:54

3 identicon

Góð spurning! En ég myndi ekki vita það, tveimur áratugum eftir að ég hætti í þeim "bransa" ...!

Þú fórst alveg með mig með Pyrrhosi....!!!

Held ég haldi mig til hlés í sefinu á mínum polli...!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 00:07

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, fyrirgefðu, ég er alltaf svo andstyggilegur, ég ætlaði alls ekki að særa þig! Hvaða bransa ertu að tala um?

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 00:15

5 identicon

Fangavarðarbransann. En þú særðir mig ekkert, Björn minn góður. Mesta furða, að ég skuli ennþá trúa að hið góða í fólki, eftir þá reynslu.

Tek því bara fagnandi, að einhver kippi mér aftur niður á jörðina!

Ég get þó alltént sagt, hnarreistur, að ég hafi verið á Níunni, í Síðumúlanum og á Hrauninu. Og labbað þaðan út á hverjum degi...

Alltaf gaman að lesa þig, karl.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 00:28

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, þakka hlýleg orð, ekki veitir nú af þeim. Þú segir: "Alltaf gaman að lesa þig, karl."

Kannski gaman, sem ég þó átta mig þó ekki á, en betur sjá eyru en auga eins og kerlingin sagði. En þó aðallega bráðóhollt hverjum hugsandi og alvörugefnum manni, þar sem alvaran er gjarnan sett til hliðar á kostnað einhvers bjálfalegs galsa. Ekki þó alltaf.

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 00:47

7 identicon

Leyf mér að umorða setninguna:

Alltaf athyglisvert að lesa þig, karl.

(Enda geri ég það...!)

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 01:40

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, með höfuð undir væng segi ég takk og takk kærlega. Enginn lýsir þó sínum innra manni betur með öðru en því, hvað honum finnst hlægilegt. Svo mælti stórskáldið Goethe.

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 602718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband