9.10.2010 | 13:46
Hvað hefði Höskuldur gert?
"Þingmennirnir Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, voru í Taívan þegar hin sögulega atkvæðagreiðsla fór fram á Alþingi um ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum í síðustu viku."
Báðir kölluðu þeir inn varamenn sína. Rifjum upp úrslitin:
Geir Haarde 33-30. Kærður.
Björgvin G. Sigurðsson 27-35. Ekki kærður.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 29-34. Ekki kærð.
Árni Mathiesen 31-32. Ekki kærður en tæpur!
Jón Gunnarsson hefði vafalaust fylgt flokkslínu Sjálfstæðisflokksins og sagt nei gagnvart öllum fjórum. Hvað hefði Höskuldur gert, sérstaklega varðandi Árna og Geir? Fróðlegt væri ef Höskuldur svaraði því.
Voru í Taívan þegar kosið var um landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Varamaður Höskuldar kaus með kæru á Árna. Hefði Höskuldur gert það sama hefðu úrslitin orðið þau sömu (duh). Ef ekki, hefði Árni heldur ekki verið kærður, en atkvæðin fallið 30-33. Sé ekki hverju það hefði breytt...
Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 14:11
Sigurður, takk fyrir þetta, sem ég vissi reyndar fyrir. Engu að síður væri fróðlegt að vita hver hugur Höskuldar er til þessa máls. Er hann ekki ein helsta vonarstjarna Framsóknar?
Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 14:25
Er hann það?
Sigurður (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 14:27
Ég hélt það, fyrir utan formanninn auðvitað! Kannski er það misskilningur hjá mér. Veist þú betur?
Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 14:36
Höskuldur er meira en vonarstjarna framsóknar, hann var formaður flokksins í korter, ekkert minna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.10.2010 kl. 14:52
Fimmtán mínútur geta nú verið örlagaríkar í pólitíkinni!
Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.