9.10.2010 | 15:43
Þurfum við stjórnarskrá?
Stofnfundur Stjórnarskrárfélagsins var haldinn 26. september 2010 í sal Menntaskólans í Reykjavík. Þar flutti Páll Skúlason, heimspekingur, prýðilegt erindi sem hann nefndi: Þurfum við stjórnarskrá? Mig langar að vitna til upphafsorða erindisins og hvet alla til að lesa það til enda. Gefum Páli orðið.
"Ég þakka traustið sem mér sýnt með því að bjóða mér að taka til máls á þessari virðulega samkomu þar sem stofna skal félagsskap um stjórnarskrá. Ég geri ráð fyrir að ástæðan sé sú að ég hef á liðnum misserum stöku sinnum tekið til máls um nauðsyn þess að leggja rækt við ríkið. Boðskapinn sem ég hef flutt má draga saman í fjórar meginstaðhæfingar: (1) Við Íslendingar höfum tamið okkur vonda stjórnsiði og stjórnarhætti gegnum tíðina; (2) við höfum vanrækt ríkið sem skipan sameiginlegra mála en eflt ríkisvald úr hófi fram; (3) við höfum ekki sinnt stjórnmálamenntun þegnanna, heldur látið svokölluðum atvinnustjórnmálamönnum eftir hið opinbera svið; (4) við höfum ekki tekist á við sameiginleg lífsverkefni okkar með skýrum skilningi á rökvísi hinna ólíku samfélagskerfa, heldur látið eina hugmyndafræði, einkum að undanförnu, ráða sýn okkar á samfélagsveruleikann. Í stuttu máli sagt: við höfum ekki byggt samfélag okkar upp af skynsemi, heldur göslast áfram og skaðað bæði sjálf okkur og aðra.
Boðskapur þessi kallar á byltingu í íslenskum stjórnmálum: (1) Að við tileinkum okkar gjörbreytta stjórnarhætti; (2) að við stóreflum stjórnskipun ríkisins en heftum möguleika ríkisvaldsins á að hygla sérhagsmunum og ganga gegn mannréttindum; (3) að skólar landsins frá leikskóla til háskóla sinni eiginlegri stjórnmálamenntun svo lýðræði nái smám saman að festa rætur meðal þjóðarinnar; (4) að við forgangsröðum af viti af skilningi á almannaheill þegar við ákveðum hvernig skattpeningar okkar verða nýttir.
Getur sú bylting, sem hér er boðuð, átt sér stað? Ég er sannfærður um það. En margir munu berjast gegn henni vegna þess að þeir telja hagsmuni sína stangast á við hana eða að hún sé öldungis óraunsæ draumsýn. Þess vegna mun þessi bylting ekki gerast af sjálfu sér. En hún mun ná fram að ganga vegna þess að mannveran, þessi manneskja sem hvert okkar er, er hugsandi vera sem skilur ekki aðeins eigin hag heldur líka þá hagsmuni sem eru í húfi fyrir veröldina alla."
Ræðu Páls Skúlasonar í heild má sjá á slóðinni:
http://stjornarskrarfelagid.is/
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að vekja máls á þessu Björn. Ræða Páls er ákaflega þörf lesning hverjum hugsandi manni.
Lýðræðissinni (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:34
Heill og sæll; Björn Ísfirðingur - og aðrir gestir þínir !
Nei; 5. heims ríkið Ísland, þarf ekki á Stjórnarskrá að halda, ágæti drengur.
Með beztuy kveðjum; sem fyrr, vestur yfir fjallgarð /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:59
Óskar Helgi, lastu ræðu Páls? Hvað meinar þú með því að Ísland þurfi ekki stjórnarskrá? Ég hélt að öll ríki þyrftu að eiga sér einhvern lagalegan grunn til að byggja á. Ert þú að boða meiri glundroða en þann sem svo sannarlega er fyrir hendi nú?
Með góðum kveðju, Björn
Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 18:05
Komið þið sælir; að nýju !
Nei; Björn minn. Ég er einfaldlega, að benda á staðreyndir.
Núverandi þjóðskipulag er ónýtt, og reisa þarf nýtt, sé þess kostur.
Að; Asískri fyrirmynd, helzt.
Nei; ræðu Páls Skúlasonar, las ég ekki. Fyrirlít fræðimenn, sem líta niður á iðnaðarmenn, Björn minn.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 19:02
Óskar Helgi, þú segir: "Fyrirlít fræðimenn, sem líta niður á iðnaðarmenn, Björn minn."
Þetta er afar ómaklega mælt og þér ekki sæmandi. Ég geri heldur ráð fyrir að þú þekkir manninn ekki neitt.
Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 19:13
Heilir og sælir, á ný !
Björn !
Því miður; gerði Páll Skúlason sig sekan um það, fyrir all nokkrum árum.
Þá sögn; hefi ég eftir óljúgfróðum manni. Páll einfaldlega; taldi línurnar á blaði sínu merkari, en smíði snikkara þess, sem púltið smíðaði.
Því; gef ég lítið, fyrir slík hroka menni, þó Prófessors nafnbót beri - eða; hafi borið.
Ætíð; að vera sjálfum okkur samkvæmir, ekki satt, Björn minn ?
Og; enn, með ekki lakari kveðjum, að sjálfsögðu /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.