Er Steingrímur kominn í póker?

„Trúin á fjárhagslegan styrk íslenskra fyrirtækja er að aukast á ný, þannig að ríkið snýr aftur á alþjóðlega lánsfjármarkaði á næstunni," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtalið við þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Er þetta ekki bara óskhyggja og áróðursbragð hjá Steingrími? Verður hann ekki að vera svolítið kokhraustur í útlöndum til að villa þarlendum sýn? Heitir þetta ekki að blöffa í póker?

Vera kann að ástandið hér hafi eitthvað skánað, en ég get ekki betur séð en að við eigum fjári langt til lands og róum þar gegn þungum straumi, sem ber okkur af leið þegar minnst varir.

Þar á ég aðallega við stjórnmálaástandið hér innanlands, sem hlýtur að fæla flesta hugsandi fjárfesta frá landinu. Oft hafa stjórnmálin okkar verið skrautleg, en aldrei sem nú.

Hér er hver höndin upp á móti annarri og útlendingarnir, sem sitja á öllu gullinu, vita það betur en við sjálf. Glöggt er gests augað.

En Steingrímur verður auðvitað að reyna að bera sig mannalega fyrir hönd þjóðarinnar í útlöndum.

Skárra væri það nú.

 


mbl.is Ísland aftur á alþjóðamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara eins og hann Jónatan ... Til hvers að vera rænngi ef maður þarf svo alltaf að vera að gera eitthvað?

Hólímólí (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hólímólí, nú er ég ekki alveg að skilja þig, minn kæri. Kannast þó við Jónatan.

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 19:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Manni sýnist helst að þetta sé samskonar ímyndarherferð og Geir H. Haarde réðst í fyrir hönd íslensku bankanna sumarið 2008. Með afleiðingum sem flestum eru kunnar. Fyrst trúin á styrk íslenskra fyrirtækja er svona mikil, afhverju þarf þá að vera að reyna að breiða þann boðskap út til hinna trúuðu? Og svo er Steingrímur líka ennþá á fullu að reyna að fá Breta og Hollendinga til að taka við peningum íslenskra skattgreiðenda. Ég er vonandi ekki einn um að þykja það vera öfugsnúið hvernig Steingrímur virðist hafa breyst í Geir H. Haarde, getur verið að þetta sé umskiptingur?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2010 kl. 19:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, Steingrímur er að reyna að taka til eftir Geir Haarde og fleira fólk. Til þess þarf ekki umskiptinga, heldur ofurmenni. Steingrímur er hvorugt.

Björn Birgisson, 9.10.2010 kl. 20:34

5 identicon

Ég var að lesa viðtalið á www.faz.net.

Þetta er ekki alveg svona dramatískt.  Hann segir að þetta sé allt í undirbúningi.  Það er enginn tími gefinn og því getur undirbúningurin alveg eins tekið 1, 10 eða 100 ár;)

En þetta viðtal er algerlega innihaldslaust ef maður les það á þýsku;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 20:55

6 identicon

www.faz.net er eins og mbl.is hjá Frankfurter Allgemeine Zeitung.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 20:56

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rétt að Steingrímur er ekki ofurmenni. Og hann er ekki heldur að taka til hérna heima á meðan hann er í ímyndarherferð í útlöndum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband