14.10.2010 | 14:24
Kreppa skuldsettra heimila er ekkert á förum
"Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna leggja til að í stað almennrar niðurfærslu skulda verði reynt að virkja betur þau úrræði sem þegar eru fyrir hendi, skerpa þau og gera þau skilvirkari."
Fylgjendur hins flata niðurskurðar húsnæðislána virðast fara halloka í viðræðunum sem nú standa yfir. Lífeyrissjóðirnir vilja hann ekki, ekki bankarnir, ekki Íbúðalánasjóður og þá ekki ríkið og örugglega ekki AGS.
Framsóknarmenn og Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað mest fyrir þessari leið, en svo margir sterkir aðilar telja hana ófæra, að mjög ólíklegt er orðið að hún verði farin.
Kreppa skuldsettra heimila er ekkert á förum.
Hins vegar gæti margur ungur Íslendingurinn verið á förum til útlanda til að freista gæfunnar.
Þyrftu að skerða réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað veldur því að þú telur rétt að elli og örorkuþegar borgi brúsann ?
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:34
Arthur, hvernig í dauðanum kom þessi spurning upp í kollinn á þér?
Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 15:49
Arthur ég tek undir með Birni. Hvaðan kemur þessi galna hugmynd. Hver á að borga elli og örorkuþegum ef millistéttinin flytur úr landi.
Sigurður Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 15:52
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna reyna að klóra í bakkann.
Lífeyrissjóðirnir eru búnir að sóa innstæðum umbjóðenda sinna, sem þeim var samkvæmt lögum falið að gæta og ávaxta.
Allt verður reynt til þess að komast hjá málaferlum og fangelsisvist.
Kolbrún Hilmars, 14.10.2010 kl. 16:42
Hvaðan kemur sú hugsun að flöt 18 % lækkun á lánum íbúðareigenda komi í veg fyrir að fólk fari úr landi?
Það er þegar búið að skerða útgreiðslur úr lífeyrisjóðum um tugi prósenta í mikilli verðbólgu
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:12
Kannski væri ráð að lækka greiðslum í lífeyrisjóð ríkisstarfsmanna um sömu % tölu og gert hefur verið hjá elli og lífeyrisþegum þessa lands nú þegar ? og þá að lækka útgriðslur þaðan líka 'eg bara spyr!
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:15
"Hvaðan kemur sú hugsun að flöt 18 % lækkun á lánum íbúðareigenda komi í veg fyrir að fólk fari úr landi?"
Ekki frá mér. Veist þú svarið, Arthur?
Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 17:16
Eða er blindan svo mikil að menn sjái ekki að það eru líka opinberir starfsmenn sem njóta góðs af svona aðförum ?
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:17
Björn þú sagðir það bara áðan , svona óbeint. " Hver á að borga elli og örorkuþegum ef millistéttinin flytur úr landi. "
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:19
Í fyrsta lagi erum við að tala um lífeyrisjóðina ekki almannatryggingar. Og það er verið að vitna í þær tillaögur sem lúta að 18 % flötum lækkunum á höfuðstól húsnæðislána
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:20
Björn vissulega kom það ekki frá þér. Byðst afsökunar á því. Það kom frá Sigurði :)
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:23
En að spurningunni Björn, hverjir borga brúsann ef ekki þeir sem eiga fé og þiggja greiðslur úr eigin sjóðum ?
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:27
Síðan er það sem ræður oftast úrslitum í ákvörðunum fólks að flytja til aðra land miklu fjölþættari en svo að 18 % lækkun höfuðstóls breyti neinu um það, og nefni ég fyrst til sögunar atvinnu, svo eru það aðrir þættir sem vert er að hafa í huga eins og læknisþjónustu, þjónusta við barnafólk o.s.f
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:31
Var að lesa yfirskriftina hjá þér og leist vel á, þú hefur nokkuð mikið til þíns máls, varðandi stjórnmálamenn almennt og hvernig þeir hafa hlunnfarið okkar stoltu þjóð.
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:38
Síðan verð ég að koma þessu að.
Hversvegna eiga þeir sem eru ríkisstarfsmenn og fá allt að 100 af launum þegar þeir fara á eftirlaun að fá eftirgjöf skulda frá mínum lífeyrissjoði sem kemur til að borgar mér kannski 60 % af mínum launum þegar ég fer á eftirlaun ??????????????
Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 17:54
Arthur, mér hugnast ekki þessi 18% niðurfellingaleið. Hún lendir til dæmis á skuldlausum í formi hærri skatta og lífeyrisþegum í formi lægri greiðslna, nægar eru skerðingarnar orðnar nú þegar, eftir allt sukkið. Þar er engu á bætandi.
Varðandi spurningu þína í #15 þá verður fátt um svör, önnur en þau að þegar lífeyrisréttindi eins hóps í þjóðfélaginu eru á allt öðru plani en hjá þorra vinnandi fólks, þá er potturinn verulega brotinn.
Björn Birgisson, 14.10.2010 kl. 18:07
er hægt að hækka skatta meira? Mér hugnast ekki...ég hef ekki áhuga á...hmmm Og hverjum hérna datt í hug Steingrím Joð "mr Hækka Skatta" usss frekar hefði átt að sleppa honum frá upphafi, leggja skatt á innlagðann séreignalífeyrissparnað ásamt flötum niðurskurði, aðeins jákvæðara en staðan er nú. eða nú er það skattar í botn og ekkert hægt að gera. Við skulum frekar byrja á vitlausum enda og vera getulaus í miðjunni.
prakkari (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.