Jón Valur þingmaður?

Ég sé að Jón Valur Jensson, stórbloggari með meiru, ætlar að gefa kost á sér til setu á Stjórnlagaþinginu.

Nokkuð fróðlegt gæti orðið að sjá hans útfærslu á stjórnarskránni. Til dæmis landráðakaflann og kaflann um réttindi samkynhneigðra svo tvö dæmi séu tekin.

Ég bíð spenntur og óska Jóni Val alls hins besta í baráttunni framundan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Komið hefur fram að um það bil 100 manns hafa boðið sig fram. Ekki er ljóst hvað margir munu sitja á þinginu. Það fer eftir kynjahlutfalli meðal annars. Trúlega komast þó ekki nema 25 - 30 að. Um framboð Jóns Vals hef ég ekkert að segja en vona að á þessu þingi komi fram allar góðar og slæmar skoðanir á því hvernig landinu skuli stjórnað og útkoman verði álíka miðjumoð og tíðkast hefur frá lýðveldisstofnun til þessa dags.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.10.2010 kl. 16:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að aðskilnaður ríkis og kirkju, trú- og skoðanafrelsi verði ekki fyrirferðamikið í Jonnaguðsspjalli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2010 kl. 16:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kannski fáum við nýjan Jón forseta því svona merkisþing þarf ekkert minna en forseta .  Jón Valur er án efa hæfur í það embætti enda af forsetaættum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.10.2010 kl. 17:07

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mér finnst þú Björn ættir að slaka aðeins á í fyrirsögnum Þínum, Jón er vissulega að bjóða sig fram til "þingsetu" eins  og boðið er til,  til stjórnlagaþings en ekki að fara að bjóða sig fram sem  "þingmaður" eins og fyrirsögn þín gefur tilefni til, finnst mér munur þar á, finnst þér það ekki líka?

Guðmundur Júlíusson, 15.10.2010 kl. 22:00

5 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, svarið er nei, ég þarf ekkert að slaka á einu né neinu. Á Stjórnlagaþingi verða kjörnir þingmenn.  Ég sagði ekki Alþingismaður. Kannski verður þinn maður á Stjórnlagaþinginu. Hver veit?

Björn Birgisson, 15.10.2010 kl. 22:32

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Rétt hjá þér Björn minn, fyrirgefðu mér þessi ógáfuðu skrif mín, auðvita verður hann "þingmaður" með setu á þessu "þingi" fljótfærni af mér! (ég var með "alþingi" innprentað í puttana sem og huga minn )

Guðmundur Júlíusson, 15.10.2010 kl. 22:57

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég vona að þið hér á síðunni  fáið notið visku og drengskapar J.V.Jenssonar á væntanlegu stjórnlagaþingi.  Þetta stjórnlaga þing sker væntanlega hvorki úr eða í um örlög ykkar í nánustu framtíð,  þannig að þið getið andað með nefinu enn um stund.  

Hrólfur Þ Hraundal, 16.10.2010 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband