15.10.2010 | 19:53
Örlítill sólargeisli í fjárlagagatinu
Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í ríkisfjármálunum er greinilegt að eitthvað er verið að gera vel."Tekjur ríkissjóðs verða 8,9 milljörðum meiri en upphaflega var áætlað og gjöldin 19,5 milljörðum minni."
Ágætt ef það gengur eftir.
Þetta eru ágætar fréttir, sérstaklega fyrir þá sem "eiga" þetta fjárlagagat nánast "skuldlaust" og hafa fátt annað gert en að þvælast fyrir björgunarliðinu eins og alþjóð veit ágætlega, eða að minnsta kosti 70-80% hennar.
Hallinn verður aðeins 74,5 milljarðar, en ekki 98,8 milljarðar.
Nóg er nú samt.
En svo kemur sólin upp að nýju í fyllingu tímans.
Fjárlagahalli minni en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að vita af jákvæðum hlutum.
Taktu eftir að sjónvarpið segir ekki frá þessu svo þeir þurfi ekki að biðjast afsökunar á jákvæðum fréttaflutningi.
Ekki getur fréttastofan talað við Steingrím. Hann er jú félagsmaður í VG
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:18
Sæll Björn, næst segirðu að þessi ríkistjórn sé að gera allt rétt, eða þannig má lesa á milli lína hjá þér?
Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:20
Guðmundur, það er sjálfsagt að halda til haga þeim fáu jákvæðu fréttum af fjármálalífinu sem berast. Hvað þú lest á milli línanna veit ég ekki. Ég setti ekkert þar.
Björn Birgisson, 15.10.2010 kl. 20:38
Jón, Mogginn var þó með þetta!
Björn Birgisson, 15.10.2010 kl. 20:40
Það er nokkuð trúlegt B.B að þessi hamingjusamlega stjórn þín sé ekki eins góð og þú heldur fram. Af mörgum er talið að hún geri flest vitlaust og þess vegna hlýtur þú að vera verulega vitlaus, sért þú stuðningsmaður hennar, eða að minnsta kosti lítilsháttar tregur.
Því þú segir að það sé ýmislegt gott að gerast og hvað er það? Sólin kemur upp í fyllingu tímans og auðvita gerir hún það, en ekki að skipun Jóhönnu eða Steinríms, eða varst það þú sem skipaðir henni að koma upp?
Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2010 kl. 21:14
Hrólfur, vissulega er ég tregur og þakka þér kærlega fyrir að benda á það. Af samandregnum innlitum þínum um nokkurt skeið veit ég að fleiri fylla þann flokk. Þrátt fyrir slæma sjón er ég ekki blindur. Það eru hins vegar all margir fullsjáandi, undarlegt sem það nú er.
Björn Birgisson, 15.10.2010 kl. 21:21
eru ekki mestar líkur á að mbl þurfi að taka fréttina tilbaka eins og rúv þurfti. ætli einhver "óhlutlaus" vg maður hafi verið að reikna út? maður spyr sig
prakkari (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 22:09
Ég held að þú sért ekki endilega slæmur maður B. Birgisson, en þú mátt halda hvað þú villt um mig. Skoðun er skoðun en hún verður aldrei ljós nema hún sé sögð.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2010 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.