16.10.2010 | 14:08
Verður ekki Stjórnlagaþingið rammpólitískt eins og flest annað?
Á hádegi á mánudaginn rennur út fresturinn til að gefa kost á sér til Stjórnlagaþings. Mér skilst að þegar séu frambjóðendur eitthvað á annað hundraðið. Þar í hópi eru margir þjóðkunnir Íslendingar og einnig fólk sem fáir þekkja og á því kannski ekki mikla möguleika á að ná kjöri.
Á vefnum www.stjornlagathing.is má meðal annars lesa þetta:
"Stjórnlagaþing á, samkvæmt lögum frá Alþingi nr. 90/2010, að koma saman í febrúar 2011 til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingið á að standa í tvo til fjóra mánuði og verður skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa. Þingfulltrúar verða kosnir persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna. Stjórnlagaþinginu er ætlað að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010. Framboðsfrestur til stjórnlagaþings rennur út klukkan 12.00 á hádegi þann 18. október n.k. og skal skila framboðum til landskjörstjórnar, hægt er að nálgast framboðsgögn á vef dómsmálaráðuneytisins."
Kosið verður til stjórnlagaþingsins 27. nóvember 2010, eða eftir 42 daga. Þetta verður mjög óhefðbundinn kosningadagur og ólíkur öllu sem þjóðin á að venjast.
Hér verður um algjört persónukjör að ræða og úrslitin ættu að ráðast algjörlega án nokkurs tillts til stjórnmálaflokkanna, eða skoðana frambjóðenda og kjósenda í pólitíkinni.
Auðvitað verður það ekki þannig. Hægri menn munu krossa við sitt fólk og vinstri menn munu krossa við sitt fólk. Svona flestir hverjir er ég smeykur um.
Annað er stórmerkilegt við þessar kosningar. Landið verður aðeins eitt kjördæmi og vægi atkvæða því 100% það sama í Reykjavík og á Raufarhöfn. Hér er verið að kjósa til þings með þessari aðferð í fyrsta skipti í lýðveldissögu landsins.
Þetta verður bara spennandi, en hætt er við að flestir þingmennirnir verði af höfuðborgarsvæðinu. Það sést á framkomnum framboðum.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu ekki áhyggjur - Alþingi hefur meira en ár til að vatna niður þ.s. Stjórnlagaþing kemur fram með, ef þær tillögur verða róttækar.
Annars reikna ég fremur en hitt með því, að fylkingar þjóðfélagsins muni birtast einnig á Stjórnlagaþingi, þ.e. ESB andstæðingar muni standa gegn breytingu á stjórnarskrá sem heimili valdaafsal af tilteknu tagi.
Sumir muni leggja til að forseta embættið geti ekki lengur sagt "Nei". Meðan aðrir munu verja þann rétt hans með kjafti og klóm.
Þetta verður grunar mig nokkurn veginn endurtekning á sambærilegum umræðum á Alþingi í gegnum árin - niðurst. eitthvað lítið og útvatnað eða það að nokkrar mjög ólíkar tillögur munu koma fram.
Stilltu væntingum niður undir 0 og þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 14:35
Hreyrðirðu annars í Júlíusi Sólnes?
Sjá Spegillinn: 15.10.2010
Hann ræðir um hvernig skuldavandræði voru leyst á árum áður, með leiðréttingu vísitölunnar.
Skrunið þáttinn þar til nálægt miðju, en partur Júlíusar Sólnes hefst nálægt miðju.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 14:36
Ég mun raða frambjóðendum eftir því hve mörg af þeirra stefnumálum ég styð. Vandinn er að við vitum lítið fyrir hvað margt af þessu fólki stendur. Ég er ekki svo hræddur um að menn fari í pólitískar skotgrafir. Þegar menn eru ekki lengur á vegum stjórnmálahreyfinga þá eru menn frjálsari sem er grundvallaratriði persónukosninga. Þeir sem tala það niður og gera tortryggilegt eru í raun að vinna gegn þessum lýðræðisumbótum sem okkur vantar í stjórnarskrána. Varðand stefnumál frambjóðenda væri gott að þeir fengju aðstöðu hjá vef stjórnlagaþings til að kynna sig og sín stefnumál. Jón B Lorange tók saman góðan spurningalista
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 14:37
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 14:37
Persónukjör er engin trygging þess að menn séu óháðir eða ótengdir ónefndum hreyfingum eða skoðunum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2010 kl. 14:53
Hálfur milljarður í stjórnlagaþingi væri betur kominn í velferðinni.
Þetta þing kemur ekki til með að skila neinu nema þrasi og ekki færri en fimm tillögum að nýrri stjórnarskrá.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 15:18
"Stilltu væntingum niður undir 0 og þú verður ekki fyrir vonbrigðum."
Líklega nokkuð góð tillaga!
Þakka innlitin piltar.
Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 15:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.