Sjónvarpsmaður til skammar

Á Eyjunni getur að líta þessa frétt um einn "stórbrotnasta" sjónvarpsmann landsins. Hann er landsþekktur fyrir að riðlast stöðugt á pólitískum andstæðingum sínum og fyrir að fá í lið með sér eintóma jábræður við þá þokkalegu iðju. Nú ræðst hann að Evu Joly á sinn einstaka hátt, enda hafa störf hennar vafalaust að einhverju leyti beinst að náhirðinni sem hann tilheyrir og ver út yfir gröf og dauða og er ekki vandur að meðulum við þá iðju sína.

Ingvi Hrafn rekur upp gargandi hlátur í eintali sínu um Evu Joly á ÍNN.

"Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN, kallaði Evu Joly kexruglaða kerlingarálku í eintali sínu á Hrafnaþingi í gær.

Sjónvarpsstjórinn fór mikinn í máli sínu, rak upp vel útfærðar hlátursgusur hér og þar og gerði grín að bæði Evu Joly og embætti sérstaks saksóknara.

Þá sagði hann Evu Joly hafa blekkt íslensku þjóðina og fengið milljónir dollara til þess eins að fara sjálf í forsetaframboð. Þannig hafi hún tekið íslensku þjóðina "í skeifugörnina". Segir eyjan.is.

Ég held að þjóðin telji sig frekar vera í þakkarskuld við Evu Joly fremur en hitt.

Jafnljóst má vera að þjóðin þarf ekki að þakka Ingva Hrafni Jónssyni fyrir nokkurn skapaðan hlut.

Nema síður sé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

það var hún Alda Sigmundsdóttir sem vakti athygli á þessum skandal fyrst.  Eyjan er bara prump

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sjálfsagt er Alda Sigmundsdóttir hin prýðilegasta kona, en mér finnst Eyjan ágæt líka!

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kom inn í þennan þátt hjá INNtV, hélt að hann væri að tala um Jóhönnu Sigurðardóttur, og varð ekkert mjög hissa því þannig er talað um hana í dag. Þótti heldur miður að hann talaði svona um Evu Joly. Það hefði líka verið ef hann hefði notað svona orðbragð um Jóhönnu. Hún sem er orðin gömul kona, sem að vísu missti dómgreindina að taka að sér verkefni sem hún engan veginn hafði getu eða kunnáttu til.

Sigurður Þorsteinsson, 16.10.2010 kl. 16:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, á ég að líta á það sem tilviljun að þetta greinarkorn mitt um skömm Ingva gagnvart Evu Joly, verði þér enn einn ganginn tilefni til að veitast að Jóhönnu Sigurðardóttur, eða var tækifærið of freistandi til að sleppa því?

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 16:36

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

þegar ég villist inná Eyjuna dettur mér alltaf í hug þessi vísa

Það sem skilur okkur að
er í raun og veru
að Húnvetningar þykjast það
sem Þingeyingar eru

p.s Ég held að Yngvi Hrafn ætti að panta viðtal við Þórarinn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 16:38

6 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, hann ætti frekar að hringja í Evu Joly og biðjast afsökunar á heimskulegum orðum sínum og löðurmannlegri framkomu í hennar garð.

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 16:42

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hann gerir það ekki fyrr en hann er búinn að fara í meðferð

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2010 kl. 16:44

8 Smámynd: Björn Birgisson

Tjái mig ekki um það. Þekki ekkert til þess máls.

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 16:48

9 identicon

Hingað til hef ég ekki tekið Ingva Hrafn trúanlegan í einu né neinu sem hann er að  fjagviðrast með,,það er ekkert að marka hann,það á hann sameiginlegt með greyið Borgarstjóranum honum Jóni Gnarr,,,ekkert að marka þá bullarana.

Númi (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 17:01

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst þessi mynd alveg einstakt listaverk. Þarna er Ingvi Hrafn búinn að varpa af sér skikkju þjóðfélagsgagnrýnisins sem hann er alltaf að reyna að sýnast vera. Og svona lítur hinn sanni pólitíski trúður og apaköttur Sjálfstæðisflokksins út þegar hann trúir því að einhverjir dáist að honum.

Ef Ingvi Hrafn treður upp með þessa sýningu í Valhöll þá mun allur salurinn leggjast í gólfið í hláturskrampa. 

Og svo verður skorað á hann að endurtaka sýninguna.

Ég tala í alvöru  þegar ég leyfi mér að halda því fram að hneigð til trúarbragða Sjálfstæðisflokksins megi flokka undir óeðli.

Þetta er svo sjúklega ofstækisfullt og greinilega beinlínis mannskemmandi.

Og nú rifja ég það upp fyrir þér Björn minn að þú berð ekki ábyrgð á mínum orðum á þinni síðu.

Árni Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 18:14

11 Smámynd: Björn Birgisson

Nokkuð er fóstri harðorður nú, en vissulega þarf að sýna hörkuna þegar heimskunni er mætt í sinni nöturlegustu mynd.

Björn Birgisson, 16.10.2010 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband