Nú eru 12,7% þingheims varamenn

Lúðvík Geirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, situr sinn fyrsta þingfund á Alþingi í dag fyrir Magnús Orra Schram, sem farinn er í launalaust leyfi.

Samkvæmt vef Alþingis eru nú átta varamenn á þingi. Átta þingmenn af 63 eru 12,7% þingheims. Tíð innáskipti hljóta að raska störfum þingsins. Það liggur í hlutarins eðli. Má þingið nokkuð við því?

Geta þingmenn bara farið í frí þegar þeim dettur í hug? Skroppið í golf til Indlands eða farið í sólarlandaferð með fjölskylduna? Eða bara slappað af heima hjá sér?

Svo hlýtur innköllun varamanna að auka á kostnaðinn við þinghaldið.


mbl.is Lúðvík á þing í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhverjir þingmenn, m.a. þeir sem sátu í rannsóknarnefndinni, hafa ekki fengið neitt frí í allt sumar (og varla neitt að ráði síðan 2008). Þannig hafa bæði Atli Gíslason og nú Magnús Orri tekið sér leyfi frá þingstörfum. Sé þingmaður í burtu á vegum þingsins og kallar til varamann, eru þeir báðir á launum. Sé þingmaður hinsvegar í fríi í einkaerindum, eins og á við um Atla og Magnús Orra, eru þeir launalausir á meðan. Það er því ekki aukakostnaður fyrir þingið.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 12:02

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Launalaust frí og þar með enginn aukakakostnaður- en er það nú svo? Nú eru alþingismenn á niðurgreiddu fæði eins og aðrir skjólstæðingar félagsmálakerfisins. Mér sýnist verulegur munur á vaxtarlagi þessara tveggja manna. Og ég læt engan segja mér að Lúðvík éti ekki til muna meira en Magnús Orri sem er óttalegur rindill. Þannig sé ég fyrir mér að nokkur, ef ekki talsverður aukakostnaður verði þessu samfara.

Margt smátt gerir eitt stórt og það skiptir máli hversu stórt við tölum þarna um.

Árni Gunnarsson, 18.10.2010 kl. 13:50

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þar sem kosningaskipan er þannig að landi er skift upp í einmenningskjördæmi, þá eru þar engir "varamenn". Fari einhver þingmaður í einmenningskjördæmi í frí eða geti ekki komið á þingstað af einhverjum ástæðum, þá er sæti hans autt þar til hann kemur aftur. Svo einfalt er það, enginn "aukakostnaður".

Væri ekki gott ráð að taka upp einmenningskjördæmi, sem sagt, skifta landinu upp í einmenningskjördæmi og fækka jafnframt Alþingismönnum, - helst niður fyrir fjörutíu, - kannske niður í tuttugu og fimm, líkt og í komandi kosningum ?

Tryggvi Helgason, 18.10.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

Af vef Alþingis:

Starfskjör varaþingmanna


Varaþingmaður fær greitt þingfararkaup og aðrar fastar greiðslur þingfararkostnaðar, þ.e. húsnæðis- og dvalarkostnað, ferðakostnað í kjördæmi og starfskostnað sem hlutfall mánaðargreiðslna eftir því hve lengi þingsetan varir. Heimilt er að greiða dvalarkostnað í Reykjavík í stað fastrar greiðslu húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá fær varaþingmaður endurgreiddan ferðakostnað til og frá heimili og póst- og símakostnað tengdan þingstörfum. Nánari reglur er að finna í lögum um þingfararkaup, III. kafla.

Björn Birgisson, 18.10.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband