Auglýst eftir leiðtoga og sameiningartákni fyrir þjóðina

Ég sat sem límdur yfir skjánum þegar Páll Skúlason, heimspekingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, var mættur í Návígisþáttinn hans Þórhalls Gunnarssonar á RÚV í kvöld.

Verð að segja að Páll Skúlason hitti naglann lóðbeint á höfuðið í skilgreiningu sinni á pólitíkinni okkar Mörlanda  nú um stundir og nokkra áratugi aftur í tímann.

Einkennin eru valdabarátta og hagsmunagæsla. Þjóðarhagsmunir líða fyrir.

Það sem mestu skiptir máli fyrir þjóðina hefur alltaf verið sett í aftursætið, gott ef ekki í skottið. Framtíðarsýnin er engin, dægurmálin og hagsmunagæslan virðast alltaf vera í öndvegi. Þras um lítilsverða hluti.

Að loknum þættinum varð mér hugsað til Póllands.

Þegar Pólverjar, eins og fleiri þjóðir, voru að brjótast undan oki kommúnismans, varð þar til þjóðhetja öllum að óvörum.

Rafvirki í skipasmíðastöð að nafni Lech Walesa, fæddur 29. september 1943, í miðri seinni heimsstyrjöldinni.

Nú þurfum við Íslendingar nýja þjóðhetju. Ástandið er orðið óásættanlegt.

Þá þjóðhetju finnum við ekki í fjórflokknum.

Í hvaða persónu finnum við hvatana til að leiða þjóðina okkar á grænni grundir en þær pólitísku auðnir sem við ráfum nú um? Hvar er hún? Er hún yfir höfuð til?

Hér með er auglýst eftir þeirri persónu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón Baldvin Hannibalsson ?

hilmar jónsson, 20.10.2010 kl. 00:04

2 identicon

Svo er að sjá að þjóðin sé búin að finna sér þjóðhetjur í Lilju Mós og Birgittu.

Þetta er vonslaus þjóð, Björn.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 00:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Vonlaus þjóð? Ekki skrifa ég undir það. Alltaf er von.

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 00:27

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, Jón Baldvin er flottur karl, en hans tími er liðinn, enda orðinn harðfullorðinn maður.

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 00:30

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björk? 

Úbbbs, hvegnig sedur madur plásdur á dunguna ettir a haa bidid í ana?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.10.2010 kl. 01:32

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki áminnstur Páll Skúlason þessi einstaklingur sem þú spyrð hér um?

Árni Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 10:28

7 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, kannski það. Aðkoma Páls að stjórnmálum væri bara af hinu góða. Held þó að hugur hans standi ekki til þess, án þess að fullyrða neitt um það.

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 11:05

8 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Leiðtoginn er þarna úti. Hann veit bara ekki af því og við vitum ekki af honum. Hans tími er ekki núna, hans tími kemur þegar allt er hrunið á ný. Leiðtoginn verður ekki einhver sem er þekktur í dag. Hans tími kemur þegar hann fær nóg af ástandinu og segir: "jæja, þá er ekkert annað eftir en fara og koma af stað byltingu, hvernig svo sem ég fer að því, við höfum engu að tapa lengur."

Ég hef lengi haft á tilfinningunni að nýtt samfélag verði ekki byggt upp nema hið fyrra hrynji alveg til grunna. Vona að sú tilfinning tilheyri mér einum og sé röng tilfinning - og þó! :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.10.2010 kl. 11:45

9 Smámynd: Björn Birgisson

Hrun Íslands, taka tvö. Æi, nei! Sama og þegið!

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 11:57

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef lengi haft mætur á Páli Skúlasyni og líklega nokkuð umfram flesta aðra þekkta einstaklinga. Þetta byggist fyrst og fremst á þeim góða eiginleika hans að meta pólitískt ástand af af flokkspólitísku frelsi. Svona eitthvað ámóta og sá sem hér skrifar. Þetta ber ekki að skoða sem svo að ég leyfi mér nokkurn samjöfnuð að öðru leyti.

Hinsvegar hryggir það mig ævinlega þegar ég sé glögga og greinda menn niðurlægja eigin dómgreind við það að rembast við að vera á þeirri skoðun sem Flokkurinn þeirra hefur gert að sinni.

Árni Gunnarsson, 20.10.2010 kl. 12:30

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Derrick, æ nei hann er víst daujur..

hilmar jónsson, 20.10.2010 kl. 13:09

12 identicon

Já en Fritz Wepper er ennthá lifandi!:

Gamli gódi Frizzi (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 16:40

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehehe..

hilmar jónsson, 20.10.2010 kl. 17:30

14 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Tek undir með Arinbirni, þó engin vilji hugsa annað hrun til enda. 

Á meðan við rembumst við að endurreisa þjóðfélagið á gildunum sem felldu það, eru okkur allar bjargir bannaðar.

Leiðtoginn langþráði er þarna úti, hann veit ekki af því og við ekki heldur.   Aðstæður, munu afhjúpa hann í mikilli þökk meirihlutans.

kveðja að westan.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.10.2010 kl. 17:47

15 Smámynd: Björn Birgisson

Jenný Stefanía, þurfum við að senda björgunarsveitirnar okkar til leitar að þessum leiðtoga? Er þetta hálfgerður Messías?

Kveðja westur, BB

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband