Brandara Ísland gælir við toppinn!

Norðurlöndin eru fremst í flokki varðandi frelsi fjölmiðla, samkvæmt nýrri skýrslu Fréttamanna án landamæra sem kynnt var í dag og litla saklausa spillingarlitla Ísland gælir við toppinn.

Ísland bara í fyrsta eða öðru sæti! Það var ekkert annað!

Hvað er eiginlega verið að mæla?

Mælist Morgunblaðið, flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins, sem frjálst, óháð og hlutlaust dagblað eða er verið að mæla frelsi blaðsins til að hampa einni línu en hafna öðrum? Hampa einum stjórnmálaflokki en hafna öðrum?

Sama gildir um Fréttablaðið. Er það frjálst og óháð dagblað? Sé svo er það ný frétt í mínum augum.

Sama gildir um Stöð 2. Er hún frjáls og óháð sjónvarpsstöð? Sé svo er það líka ný frétt.

Sama gildir um ÍNN stöðina hans Ingva Hrafns. Er hún frjáls og óháð með sinn einlita tón?

Hvað með Útvarp Sögu? Er hún frjáls, óháð og hlutlaus?

Meira að segja RÚV er sakað um bullandi hlutdrægni af hægri öflum þessa lands.

Hvað er verið að mæla?

Varla eignarhaldið á fjölmiðlunum. Fátt skylt við frelsi þar í sumum tilvikum.

Ef verið er að mæla að hvaða pappakassi sem er getur gert allt sem honum dettur í hug varðandi stofnun og rekstur fjölmiðils, án nokkurs tillits til gæða og hlutleysis, þá skil ég þessa frétt betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæraveiðar leysa atvinnuvanda Íslendinga, Óvíða getur fólk haft betri tekjur,

en á litlum Handfæra Bát!!

Björn minn, þetta er frelsi, að geta sagt þetta hjá þér!!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 00:04

2 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn minn, þú veist manna best að ég styð frjálsar handfæraveiðar og hef margoft tjáð mig um það mál. Vænt þykir mér um þessa setningu þína og mun geyma í hjarta mínu, svo lengi sem ég lifi:

"Björn minn, þetta er frelsi, að geta sagt þetta hjá þér!!"

 

Björn Birgisson, 21.10.2010 kl. 00:50

3 identicon

Ef frelsi fjölmiðla er metið eftir því hvað fjölmiðlamenn mega segja þá er það rangur mælikvarði.

Fréttamönnum finnst þeir vaða í frelsi með því að segja hvaðeina sem þeim dettur í hug en líka þegja yfir öðru.

Fréttamenn,íslenskir, eru oftar en ekki ákaflega hlutdrægir og þegar þannig er þá eru hlustendur ófrjálsir sem er verra en svokallað frelsi fréttamanna.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 06:38

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu, Björn!!

Aðalsteinn Agnarsson, 21.10.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband