Lýðskrum, vanþekking og heimska er hættuleg blanda

Það hefur komið fram í könnunum að meirihluti Íslendinga vill að viðræðum við ESB verði haldið áfram og að þeim loknum fái þjóðin að kjósa um aðild eða ekki aðild. Nú hafa 7 þingmenn, undir forustu Vigdísar Hauksdóttur, lagt fram sýndartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um að viðræðunum verði hætt. Kosið skuli um það samhliða kosningum til Stjórnlagaþings.

Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, fór mikinn á Rás 2 seinnipartinn, en þar var hún að reyna að verja sig og sína samflutningsmenn í þessu eina hallærislegasta máli þingsögunnar. Þetta gleymdist sagði hún og hún sagðist ekki hafa munað eftir því að þriggja mánaða frestur verður að vera frá því að þingsályktunartillaga er samþykkt, þangað til að hægt er að greiða þjóðaratkvæði um hana.

Bara gleymdist! Látum það nú vera. Tillagan sem slík hefði betur gleymst í heild sinni.

Gullfiskaminni, er það ekki einmitt svona?

Ekki bara hjá Vigdísi, heldur hjá hinum sex sem kvittuðu undir gjörninginn! Traustvekjandi?

Ég hefði átt að vita þetta sagði Vígdís, sem er lögfræðingur að mennt og samþykkti sjálf lögin á sínum tíma, sem hún svo steingleymdi að reikna með!

Gerist þetta nokkuð betra?

Réttast væri að Vigdís Hauksdóttir segði af sér þingmennsku eftir þetta stórheimskulega upphlaup, sem er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð og opinberun á vanþekkingu og ótrúlegri vankunnáttu í nýsettum lögum. Lögfræðingurinn sjálfur!

Almennilegur formaður flokks mundi reka hana úr flokknum, væri honum á annað borð annt um flokkinn sinn og hans standard. Það gerist auðvitað ekki, en ég er viss um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dauðskammast sín fyrir þessa uppákomu.

Þessi stúlkukind er einn af mörgum smánarblettunum sem draga virðingu Alþingis í svaðið um þessar mundir. Ekki veit ég í hvaða skotgröf hún er, en ljóst að þar nær drullusvaðið að hnjám, gott ef ekki upp á mið læri.

Þetta er ein hallærislegasta lýðskrumsuppákoma sem ég man eftir úr þingsögunni og er þá nokkuð langt til jafnað.

Þessir fluttu tillöguna heimskulegu og treystu sér til að ljá henni nöfn sín:

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður, en einnig standa að tillögunni, Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgaraflokksins, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, varaþingmaður VG,  Pétur H. Blöndal og Árni Johnsen, þingmenn Sjálfstæðisflokks og Birgir Þórarinsson, varaþingmaður Framsóknarflokks.

Sannkallað þungavigtarlið. Allt með gullfiskaminni! Guð blessi Ísland!

Hvort á nú að hlæja eða gráta? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eru þetta ekki bara fordómar í þér Björn? þarna eru miklar mannvitsbrekkur eins og Árni Johnsen og Ásmundur Daði. Varla ertu að brigsla þeim um heimsku..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.10.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes minn, stundum er ég svo fordómafullur að mér finnst ég hvorki þurfa bjór né rauðvín!

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 21:32

3 identicon

Ef það var ástæða til að  segja af sér fyrir að senda töluvpóst í vitlaust netfang þá er hún borðleggjandi hér

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 21:39

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, skelfing ertu dómharður! En ég verð að vera sammála þér!

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 21:45

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Mikið vildi ég að ég að ég myndi aldrei gleyma neinu, en ég er bara ekki svo fullkominn! Tapaði ekki einhver líeyrissjóður miljörðum vegna gleymsku? Jú þeyr voru heldur ekki fullkomnir. Kanski er bara mannlegt að vera gleyminn eða hvað?

Eyjólfur G Svavarsson, 20.10.2010 kl. 22:29

6 Smámynd: Björn Birgisson

Það er mannlegt að vera gleyminn og það er líka mannlegt að vera arfavitlaus. Það er líka mannlegt að vilja ekki hafa slíkt fólk á Alþingi Íslendinga.

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 22:33

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já nú er ég sammála þér Björn, ég átti að skila kveðju til þín frá kirkjunnar manni og vill hún endilega að þú komir í kaffi ef þú átt leið um!

Eyjólfur G Svavarsson, 20.10.2010 kl. 22:59

8 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, takk kærlega fyrir þetta! Rennum kannski austur á sumri komanda! Til hamingju með ykkar góða klerk! Hjá henni er nú ekki í kot vísað, ágæti drengur!

Björn Birgisson, 20.10.2010 kl. 23:06

9 identicon

æi auman en ertu að rakka niður fólk.  hefur þú aldrei gleymt neinu hvort sem það er í vinnu eða einkalífi?  væri ekki frekar að þú ættir að rakka niður stjórnina sem hefur gleymt því að setja skjaldborg um heimilinn?  hver eru það annars?  vigdís hauksdóttir?  nei.  steingrímur jarðfræðingur já jóhanna flugfreyja já :) svakalega ertu indæll á hrósyrðin björn.  sennilega er það hvatinn að fá jákvæða umræðu á bloggið þitt til að svara með gleði orðum en eflaust les vigdís ekki bloggið þitt,  ertu þá ekki að baktala hana? hehe og þú talar um þá auma sem nafnlausir skrifa, endilega ef þú ert maður hættu þá að baktala fólkið sem þú skrifar um og sendu þeim tölvupóst,  ég sem nafnlaus er þó ekki að baktala þig :D en já gleymdi ég að minnast á að Steingrímur man ekkert frá því að hann var í stjórnarandstöðu og hélt ræður og ræður um það sem hann vill helst gleyma núna þegar hann er í stjórn?  jú hver gleymir ekki smáatriðum hehe þú ert nú meiri "ósagt" en veist eflaust hvað þú ert.

prakkari (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband