Nú ætla ég að leggjast í bloggleti. Sjáumst síðar ef Guð lofar. Takk fyrir allt.

Hef ákveðið að leggjast í bloggleti um sinn vegna anna. Þakka öllum vildarvinum mínum, sem og óvildarmönnum mínum, ef einhverjir eru, fyrir ánægjuleg samskipti. Stefni að því að koma aftur, en veit ekki hvenær. Kannski innan skamms tíma, kannski aldrei, en það er ólíklegt.

Bloggið hefur gefið mér margt, margir góðir gestir hafa komið í heimsókn og auðgað tilveruna. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Bless í bili elskurnar mínar og takk fyrir allt.

Hyggst þó ekki leggjast í iðjuleysi eða leti, öðru nær, næg eru verkefnin, en hér koma nokkur gullkorn um letina og iðjuleysið. Dugnaðarfólki er ráðlagt að lesa ekki þessa færslu frekar, hún gæti reynst því skaðleg!

Ekkert er jafn erfitt og aðgerðarleysið, né krefst jafnmikillar áreynslu.

****

Heppni, er mat hins lata á velgengni hins vinnusama.

****

Mikið væri dásamlegt að gera ekki neitt og hvíla sig svo vel á eftir.

****

Enginn nennir að gera neitt, það er að segja enginn annar.

****

Það er útilokað að njóta þess að slæpast nema maður hafi mikið að gera.

****

Letingjana langar alltaf til að gera eitthvað.

****

Virðuleikinn var fundinn upp til að dylja iðjuleysið.

****

Iðjuleysingi er maður sem frestar því til morguns sem hann lét bíða þangað til í dag.

****

Sumt fólk myndi gera hvað sem er til þess að þurfa ekki að gera neitt.

****

Ég fresta því aldrei til morguns sem ég get gert eftir morgundaginn.

****

Iðjuleysið er rót alls góðs, það er jarðvegur kímninnar, skáldskaparins og hinnar frjóu hugsunar.

****

Svo mörg voru þau orð.

Nú ætla ég að leggjast í bloggleti.

Sjáumst síðar ef Guð lofar. Takk fyrir allt. Kærlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thú ert búinn ad vera thad duglegur ad blogga ad lesendur skilja vel ad thú takir thér frí frá blogginu.  Láttu thér batna fljótt.....mundu ad heilsan skiptir mestu máli.  Haustmyrkrid leggst thungt á margan manninn.

http://www.chocolates-uk.co.uk/images2/2008-21.jpg

Lesandi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:15

2 Smámynd: Grefill

Farvel í bili og ég minni á spakasta spakmæli iðjuleysingjans, en það var hann Jónatan ræningi í Kardimommubæ sem sagði:

"Til hvers að vera ræningi ef maður þarf alltaf að vera að gera eitthvað?"

Kannski maður líti við næst þegar maður er í Grindavík. Áttu ekki alltaf tíu?

Grefill, 21.10.2010 kl. 08:36

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og þú getur bætt við:

Aldrei að standa ef þú getur setið og aldrei að sitja ef þú getur legið :-)

Hafðu það gott í bloggfríinu.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.10.2010 kl. 15:48

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bestu kveðjur inn í fríið Björn, vonandi snýrðu aftur hið fyrsta, þú mátt ekki kvelja okkur of lengi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2010 kl. 17:28

5 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir góðar kveðjur! Bestu kveðjur á móti!

Björn Birgisson, 21.10.2010 kl. 21:01

6 identicon

Kæri Björn, hafðu það gott í fríinu og takk kærlega fyrir alla þína flottu pistla undanfarið, hlakka til að sjá þig aftur, en eins og ég segi, hafð það gott kæri Íslendingur.

Bárður Bringdal (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 18:17

7 identicon

Heill og sæll Björn; sem aðrir gestir þínir, hér á síðu !

Endilega; reyndu að njóta kyrrðarinnar, frá argaþrasinu, hér á vefjum ýmsum, sem lengst, ágæti drengur.

Hlakka; til endurkomu þinnar, að nýju.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 18:19

8 Smámynd: Björn Birgisson

Enn á ný þakka ég góðar kveðjur! Hef verið utangátta hér í nokkra daga. Hvers vegna hefur síðu Grefils verið lokað aftur? Veit það einhver?

Björn Birgisson, 24.10.2010 kl. 19:31

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Hafðu það sem best Björn. Hlakka samt til að sjá þig sem fyrst á blogginu aftur.

hilmar jónsson, 25.10.2010 kl. 01:49

10 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir það, Hilmar minn. Sjáum til með lengd pásunnar. Hef frekar lítið fylgst með, en sýnist þetta ganga ágætlega án mín! Vænti þess þó að snúa aftur, en veit ekki hvenær.

Björn Birgisson, 25.10.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband