Af hverju er þetta mál skyndilega orðið mál málanna í borginni?

"Sjálfstæðismenn í Mannréttindaráði borgarstjórnar segja augljóst að samstaða og sátt ríki ekki um tillögu meirihlutans og Vinstri grænna um að „banna heimsóknir [trúfélaga] í skóla".

Líklega er þetta hárrétt hjá sjálfstæðismönnum.

Af hverju er þetta mál skyndilega orðið mál málanna í borginni? Er ekkert þarfara að gera á þeim bænum en að skapa þá úlfúð sem þetta mál greinilega gerir?

Ég get ekki betur séð en að hér sé enn eitt dæmið komið í sviðsljósið, þar sem háværir minnihlutahópar ráðast til atlögu gegn tiltölulega þöglum meirihluta, með ósmekklegum kúgunartilburðum. 


mbl.is Sjálfstæðismenn vilja samráð um trúmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er liður í að verja ríkiskirkjuákvæðið í stjórnarskránni. Borgaralega afturhaldinu telur sér ógnað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2010 kl. 18:55

2 identicon

Manstu þegar Rosa Parks settist fremst í strætó á sínum tíma?

Þá töluðu margir eins og þú.

Björn I (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:02

3 Smámynd: corvus corax

Sjálfstæðismenn geta bara étið skí..... það sem úti frýs.

corvus corax, 3.11.2010 kl. 19:10

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Þann 1. desember 1955 var saumakonan Rosa Parks á leið til vinnu sinnar í strætisvagni Montgomery City Lines. Reglur kváðu á um að fyrstu fjórar raðir strætisvagnsins væru fráteknar fyrir hvíta, svartir máttu sitja í miðju-hlutanum þangað til hvítir þyrftu þau sæti en annars áttu svartir að sitja aftast. Ef það væru þeim mun fleiri hvítir sem þyrftu sæti áttu svartir að yfirgefa vagninn. Einnig máttu svartir ekki ganga framhjá fremstu sætunum ef hvítir sátu þar, heldur þurftu að borga fremst í strætisvagninum og ganga svo inn um hann að aftan. Þennan dag sat Rosa Parks í miðju-hlutanum ásamt þremur öðrum svörtum og þegar strætisvagnabílstjórinn skipaði þeim að færa sig aftar í vagninn fyrir einum hvítum manni hlýddu allir nema hún. Úr varð að lögreglan var kölluð til, Rosa Parks var handtekin og dæmd." (SDG)

Björn Birgisson, 3.11.2010 kl. 19:14

5 identicon

Af hverju?

Til dæmis: Málefni Orkuveitunnar eru ekki fyrsta frétt á meðan.  40% hækkanir og svo framvegis. Óþægileg og leiðinleg mál.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:50

6 Smámynd: Rebekka

"Það skaðar svarta ekkert að sitja aftast í strætó!"

Segi bara svona...  sjálfri finnst mér það sjálfsagt að aðskilja trúboð frá skólahaldi, skil ekki hvernig fólki finnst það fáránleg tillaga. 

Rebekka, 3.11.2010 kl. 19:51

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mér finnst bara ekkert að því að trúarbrögð séu rædd og kennd í skóla vegna þess að þau eru partur af Þjóðarmenningu hverjar Þjóðar...

Hvaða trú fólk hefur er hvers og eins og væntanlega foreldranna að fræða barn sitt í hvaða trúarflokki það er þar til það hefur þroska og aldur til að geta mótað sér sína eigin skoðun á því hvar það vill vera með trú sína, en skólans að kenna þá trúarfæði sem ríkir í viðkomandi Landi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.11.2010 kl. 21:32

8 identicon

Persónulega finnst mér það vera tímaskekkja að vera að tala um trúmál í menntastofnunum. En ég er líka greindari en flestir og á undan minni samtíð.  Almenningur verður kominn á mína skoðun þegar mín barnabörn vaxa úr grasi, en á meðan þarf ég að þola þeirra kjánalegu forfeður sem mína samtíðarmenn.  En aðrir hafa þurft að gera slíkt hið sama, t.d. þeir sem ekki hötuðu homma, negra, gyðinga o.s.frv... þegar slíkt var móðins vegna kjánalegs tíðaranda sem var ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.

Því miður er enginn að tala um  að banna umræður um trúarbrögð, hvað þá hina kjánalegu kristinfræðikennslu, þannig að ég fæ mínu ekki framgengt  að þessu sinni, enda fáir sem hugsa.

Björn I (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:15

9 identicon

Ég kaus Besta Flokkinn síðast. Síðan hann gerðist Samfylkingar-sleikja, og hæddist þannig að kjósendum sínum sem voru í fullri einlægni og trú að kjósa BREYTINGAR, ekki sleikjur ríkjandi valdhafa, get ég ekki hugsað mér að kjósa hann meir. Þvílík hræsni að einbeita sér að ímyndunarveiki þegar börn svellta og eyða milljónum í að borga fyrir fullorðið fólk að sitja á fundum og ræða um trúmál í stað þess að reyna að hjálpa fátækum og nauðstöddum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Rekum þetta pakk, þá geta þau farið í guðfræðideildina og haldið trúarblaðrinu áfram þar. Við þurfum fólk sem ætlar að GERA EITTHVAÐ annað en VÆLA um HLUTI SEM SKIPTA ENGU MÁLI !!!!!!! Þökk sé Jón Gnarr neyðist ég nú til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn! Takk fyrir það Jón!

Kjósandi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 01:53

10 identicon

Ég er svo sem ekkert trúrækinn, en mér finnst samanburðurinn við aðskilanað hvítra og svarta alveg út úr öllu korti. Svo fránlegt að það er ekki til framdráttar málstanum.......

stebbi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband