Spila skítaskotar alltaf á kerfið?

Ég lagðist í netflakk í kvöld. Geri það allt of sjaldan, enda eins og heimaalinn kálfur hér á Moggablogginu, undarlegt sem það nú er. Kíkti á blogg nokkurra miðla og verð að segja að Moggabloggið, umdeilanlegt sem það er, er einhvern veginn flottast, með fullri virðingu þó fyrir öðrum bloggmiðlum.

Víða voru bloggarar að tjá sig um matarúthlutanir, sem eru að verða að vörumerki Íslendinga, bæði hér innanlands og erlendis.

Þetta fann ég á ferðalaginu, ásamt mörgu öðru, en höfundurinn ber við nafnleysi, dulnefni. Mér líkar það yfirleitt illa, en textinn vakti athygli mína, svo ég birti hann hér og skora á höfundinn að gefa sig fram.

Sjáið þessi skrif sem ég fann:

"Tæplega ellefu hundruð fjölskyldur þáðu mataraðstoð hjálparsamtaka í dag. Vikuleg úthlutun fór fram hjá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstarfi kirkjunnar.

Þrennt er ég alveg viss um í þessu sambandi við þessa frétt.

1. Þörfin er mikil og neyðin stór hjá mörgu fólki, sem er skammarlegt hjá ríkri þjóð, sem auðveldlega á að geta brauðfætt hvern sinn einasta þegn án þessara biðraða.

2. Einhver hluti þessa fólks er bara að spila á kerfið til þess eins að fá frítt að éta, á kostnað þeirra sem þurfa. Skítaskotar spila alltaf á kerfið.

3. Gæjinn sem var með 40 millurnar og þáði samt atvinnuleysisbætur skal hafa verið í röðinni. Örugglega með gerfiskegg, gleraugu og í hettuúlpu.

Sumu fólki verður ekki sjálfrátt þegar eitthvað frítt er í boði. Hvað voru margir erlendir borgarar í þessum röðum? Hve margir frá austantjaldslöndunum?"

Hvað er hér í gangi? Eiga svona skrif einhvern rétt á sér?


mbl.is Sífellt fleiri þurfa aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Björn við erum bestir.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 00:12

2 identicon

Ég er eins og þú Björn afskaplega ósáttur við það þegar fólk vill ekki gangast við sínum skrifum með nafni. Hvað varðar þessi skrif sem þú birtir hér, þá held ég því miður að eitthvað sé til í þessu.  Það eru, og hafa alltaf verið til staðar, einstaklingar sem eru tilbúnir til að ásælast sér til handa það sem öðrum er rétt í neyð. En ég er líka alveg viss um að þetta er aðeins lítið brot af þeim sem þessa aðstoð þyggja. Það er því algjör óþarfi að draga þetta fram með áberandi hætti. Það leiðir það eingöngu af sér að gera allan þennan hóp tortryggilegan, sem er mjög miður, því nær allir eru þarna í mikilli neyð og því á réttum forsendum.

Guðmundur Ágúst Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 09:08

3 identicon

Það glymist oft í þessari umræðu að hugsa til þess hóps einstaklinga sem fá sig ekki til að leita hjálpar vegna stolts

sá er þó mun stærri og endar oftast í enn stærra niður broti þegar allt brestur að lokum.

vissulega eru einhverjir sem misnota kerfið lítum á viðskiptalífið, bankakerfið, kvótakerfið og alþingi.

en sem betur fer er það nú yfir leitt minnihlutinn.

ég hef sjálfur búið það illa að ég hef þurft á hjálp að halda.. og það eru þung orð til dæmis að þurfa að segja börnum að þau geti ekki komið í heimsókn af því að "pabbi á ekki pening fyrir flugi"," pabbi á ekki pening."

það mjög mikilvægt fyrir þá sem skrifa eitthvað á netið að mun eitt lítið gull korn sem mér var sagt af gömlum sjómanni.

"hugsa fyrst, tala svo."

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 10:27

4 identicon

Ö já, af hverju ætti þessi umræða ekki að eiga rétt á sér ?

Er bannað að tala um misnotkun ?

Stebbi (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband