4.11.2010 | 14:58
18. sætið hefði verið algjör skandall!
"Ísland er í 17. sæti á nýjum þróunarlista Sameinuðu þjóðanna, þar sem lagt er mat á fjölda hagstærða og annarra þátta ......."
Landinn er óttalega viðkvæmur fyrir öllu umtali um þjóðina og mælingum sem þessum, sem gerðar eru úti í heimi. Líklega með svipaðri nákvæmni og Hafró telur fiskana í sjónum í kring um landið.
Ef landið er ekki í gull, silfur eða brons sæti fer að gæta mikils óróleika og menn fara að leita sökudólga. Sé að hægri bloggararnir eru alveg með þetta. Allt ríkisstjórninni að kenna. Sem hlýtur þá að vera rétt, því þeir eru bæði svo gáfaðir og réttlátir, að leitun er að öðru eins!
Ef eitthvað er að marka þessa mælingu, er þá ekki nokkuð gott að vera í 17. sæti eftir allt sem yfir þjóðina hefur dunið? Voru ekki stjórnarár viss flokks 18 ár? Hugsið ykkur ef við hefðum lent í 18. sæti!
Það hefði verið skandall!
Hálf þjóðin telur ríkisstjórnarflokkana handónýta og hinn helmingur þjóðarinnar telur stjórnarandstöðuflokkana líka vera handónýta! Samt erum við í 17. sæti!
Þegar svo mælingamennirnir frétta af tunnuslættinum á Austurvelli hljóta þeir að lyfta okkur upp um nokkur sæti.
Sú tunnutónlist er svo gæfuleg, ígrunduð og uppbyggileg að hún hlýtur að auka hag og velsæld þjóðarinnar fyrir næstu mælingu.
Stefnum á toppinn!
Ísland lækkar á lífskjaralista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki sextánda sætið frátekið okkur?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 17:54
Erum við ekki í kring um 120. sætið á fótboltalista þjóðanna? Erum greinilega betri í kollinum en í fótamenntum!
Björn Birgisson, 4.11.2010 kl. 18:31
Finnst þetta nú svolítið taktlaust hjá þeim, verð ég að segja...
En hey, menn reyna sitt besta, ég er ekki að kvarta. Þessi með bílflautuna er alla vega að gera góða hluti.
Danni (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.