Magnús Orri Schram á framabraut?

"Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinna, segir að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé forsenda þess að íslensk stjórnvöld hafi getað beitt gjaldeyrishöftum án þess að ganga gegn alþjóðlegum skuldbindingum."

Þessar tilvitnanir í fréttinni í skrif Magnúsar Orra sýna að þar er á ferðinni framsækinn og skynsamur ungur stjórnmálamaður.

Gæti hann verið kandidat í forustusveit Samfylkingarinnar við næstu uppstokkun?

 


mbl.is „Án hafta hefði kreppan orðið dýpri"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú hefur ekki hlustað á Lilju rassskella hann í beinni útsendingu frá Alþingi í dag?  Ég held að Magnús Orri viti yfirleitt lítið um hvað hann er að tala.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 16:38

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, ég missti alveg af þeirri "rassskellingu". Var á fundi austur á Selfossi. Ertu ekki að dæma strákinn full harkalega?

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 16:50

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jú ég er náttúrulega alltof dómharður en samt...drengurinn er eins og bókarkápa

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 16:59

4 Smámynd: Björn Birgisson

Bókarkápa á góðri bók væntanlega! Mér finnst við Íslendingar upp til hópa tala allt of illa um stjórnmálamennina okkar. Með því fælum við gott fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Hver vill lenda í þeirri mulningsvél sem umræðan um stjórnmálamennina okkar er? Hver getur fullyrt að okkar stjórnmálamenn séu lakari en gengur og gerist í öðrum löndum? Spyr sá sem vissulega er sekur um full mikla dómhörku á stundum, en er þó tilbúinn að viðurkenna hana.

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 17:20

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hehe nei því miður þá var kápum víxlað. Innihaldið er frekar í ætt við Milton Friedman en Karl Marx. Og hverjir bera mestu ábyrgð á því hvernig komið er fyrir stjórnmálastéttinni nema stjórnmálastéttin sjáf? Ég vorkenni þeim ekki hætishót.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.11.2010 kl. 17:31

6 Smámynd: Sævar Helgason

Magnús Orri Schram er mjög frambærilegur þingmaður. Hann er ágætlega menntaður og býr að mikilli reynslu í útflutningsgeiranum. Hann er  ekki þessi dæmigerði hámenntamaður sem er án tengsla við atvinnulífið. Skarpur og skýr náungi og einkar laginn við að setja mál fram með einföldum og skiljanlegum hætt.Dugnaðar maður. Magnús Orri er framtíðar stjórnmálamaður-af betri gerðinni.

Sævar Helgason, 5.11.2010 kl. 18:24

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Lilja Mósesdóttir er sjálfsagt prýðileg kona en hennar skoðanir eru samt sem áður ekkert merkilegri að mínu viti en annarra í fyrstu atrennu. Ég held líka að það sé engum greiði gerður með því að gera Lilju að guði almáttugum í stjórnmálum eins og mér finnst sumir vilja gera. Allt sem af hennar munni fram gengur eru lög að mati þeirra sem styðja stjórnarandstöðuna. Ég get svo sem ekki dæmt um það hvor hefur rétt fyrir sér, Mósesdóttir eða Schram, en orkar ekki enn allt tvímælis þá sagt er?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 5.11.2010 kl. 18:25

8 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, Sævar og Ben.Ax. Ég þakka ykkur kærlega fyrir innlitin og gáfulegar athugasemdir. Við öðru var ekki að búast frá þungaviktarmönnum. Takk.

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 19:25

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var nú bara alveg kostulegt að hlýða á háttvitann þingmann Lilju Mós. sem er hvorki meira né minna en Formaður Viðskiptanefndar Alþingis.  Maður þurfti að klípa sig í handlegginn til að vera alveg viss um að mann væri bara ekki að dreyma.  Slík var steypan.

Nú nú,  hún er búin að gera uppvötun!  IMF kemur til aðstoðar löndum sem eru í vandræðum segir hún.   Og hvað?  Heyrðu!  Já og af því dregur hún þá ,,skarplegu" ályktun að það sé einfaldlega stórvarasamt að vera í samstarfi við slíkar stofnanir vegna þess einfaldlega að það sendi svo vond skilaboð úti heim til fjárfesta og sona.

Meina - Hallúú.  Formaður Viðskiptanefnar talar bara eins og krakki.  Eg veit það ekki, en mér finnst alveg á mörkunum að það sé bjóðandi uppá þetta.  Það er eins og raunveruleikainnstungan sé ekkert í sambandi á Formanni Viðskiptanefndar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2010 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband