Aumingjavæn þjóðin ætti að gefa Sjálfstæðisflokknum heitt kakó

Það fer ekkert á milli mála að ríkisstjórn Jóhönnu er lang besti valkostur þjóðarinnar nú um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið þokkalega penna til að setja á blað 41 tillögu til lausnar á vandamálum þjóðarinnar.

Þær tillögur fara bara í jólabókaflóðið og skora þar ekki hátt.

Flokkurinn sá vill 35 þúsund tonna aukningu í kvóta, en gleymdi alveg að segja þjóðinni hvernig aukningin ætti að skiptast á milli bíðandi kvótalitilla útgerða. Gleymdi kannski að hringja í LÍÚ eftir leiðbeiningum. Gerir það örugglega á mánudaginn.

Nú þykjast þessir ratar fortíðarinnar geta leitt Ísland til velmegunar á ný, með klisjukenndum innan tómum slagorðum.

Svo verður ekki.

Réttast væri að þeim væri ekki hleypt inn í þinghús þjóðarinnar, en gert að skjálfa á tröppunum og skammast sín, suðandi eftir lyklum að hlýjunni hjá þjóðinni, sem þeir sviku í hendur Mammons, eins og dæmin sanna.

Teppi og heitt kakó ætti þjóðin að rétta þessu liði.

Af því hún er svo aumingjavæn.

Annað ekki.

Alls ekki.


mbl.is Samstaða um jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Voðalega ertu harðbrjósta í kvöld Björn minn. Ertu kominn með salt í hjartað? Mér þætti nú ekkert sérstakt gustuk að gefa þeim líka banana.

Grefill, 5.11.2010 kl. 22:21

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var athyglisvert að Sjálfstæðismenn segjast vilja afnema undangengnar skattahækkanir eftir tvö ár! Dæmigert lýðsskrumsloforð, að vilja afnema skattana þegar þeir hafa þjónað tilgangi sínum!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.11.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: J.Ö. Hvalfjörð

Eina sem ég vil gefa þeim er spark í rassinn.

J.Ö. Hvalfjörð, 5.11.2010 kl. 22:22

4 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir innlitin, ágætu bloggarar.

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 23:17

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn, þú villt gefa Sjalfstæðisflokknum kakó, og þá sennilega Samfylkingunni Arsenik.

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2010 kl. 23:22

6 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður Þorsteinsson, á mínum matseðli er ekkerk Arsenik. Veit ekki um þinn. Býður hann upp á slíkar veigar?

Björn Birgisson, 5.11.2010 kl. 23:27

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn nei en fáðu þér húfu og farðu að labba. Súrefnisleysi kemur heila í venjulegu fókli ílla. Er að reyna að vera jákvæður, og vonast til þess að skrif þín stafi af súrefnisskorti. Annars vakanður frekar snemma á morgun, kvöldgöngur eru ekki endilega til þess að hressa hugsunina. Góða nótt, ég vakana snemma á morgun.

P.s. gamla krumuga kerlingin sem þú sérð á Al.ingi, heldur sér heldur ekki í formi. Víti til að varast. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2010 kl. 00:17

8 identicon

Bjarni Ben á samráðsfundum:  Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra stefnu og um hana ætlum við ekkert að semja.

Eða eins og kanninn hefði sagt:  My way or no way.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 09:49

9 Smámynd: Björn Birgisson

Það vill bara svo einkennilega til að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nánast engin völd í þessu landi. Völd flokksins eru í sögulegu lágmarki og því kann hann afar illa.

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 13:49

10 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Axel Jóhann. Þú talar um lýðskrumsloforð, hvar eru stefnuskrár loforð þinna manna, ég hef ekki fundið þau.

Björn .Það væri fint að fá kakó, núna í kuldanum!

Sigurður! þeyr eiga fyrir kakói! Ekki kreppa þar, ættli þeyr viti hvað Sjálfstæðismenn eru margir? þetta gæti kostað nokkuð!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 6.11.2010 kl. 14:28

11 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, þeir eru aðeins 16 og voru bara 15 alla síðustu kosninganótt, en einum skolaði inn með morgunkaffinu!

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 14:53

12 identicon

Pælið í því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í ríkisstjórn og ekki í meirihluta í bæjarstjórnum í 4 fjölmennustu sveitarfélögum landsins (RVK, Kóp, Hfj, Ak). Talandi dæmi um að völd flokksins séu í lágmarki!

Skúli (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:16

13 identicon

Sigurður Þorsteinsson er mjög málefnalegur og ber virðingu fyrir pólitískum andstæðingum sínum (eða þannig sko). Annars góður pistill Björn og góð ábending með aukakvótann :)

Valgerður (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 17:26

14 Smámynd: Björn Birgisson

Þakka ykkur komuna, Skúli og Valgerður.

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 18:17

15 Smámynd: Björn Birgisson

Skúli, flokkurinn sá má muna sinn fífil fegurri. Ræður reyndar í Reykjanesbæ, en er ekkert sérstaklega að flagga því um þessar mundir!

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 18:30

16 identicon

Í nýjustu könnun er Sálfstæðisflokkurinn með nánast helmingi meira fylgi en Samfylkingin.

Í Reykjavík hrundi fylgi Samfylkingarinnar í síðustu kosningum. Samfylkingin nánast rændi völdum í borginni með því að misnota einfeldinga.

Hvar er samfylkingin með meirihluta, ekki einu sinni í hreppsnefnd Grímseyjar.

Hættið að svína aðra út og takið einu sinni ábyrgð á eigin gjörðum t.d. því að banka- og viðskiptaráðuneytið og aðal bankaeftirlitsstofnun var stýrt af Samfylkingunni í bankahruninu

Ef bera ætti saman liðleskjur í forsætisráðuneytinu þá á Samfylkingin Íslandsmeistara allra tíma sem situr nú á klúðurstóli.

Sveinn (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 20:04

17 Smámynd: Björn Birgisson

Nú liggur illa á Sveini, eðlilega kannski í öllu þessu valdaleysi, en með þetta gríðarlega fylgi! Fúlt að ráða svo litlu eftir allar þessar skoðanakannanir, sem ætla mætti að hefðu verið gerðar upp úr meðlimaskrám D manna Íslands vítt um landið!

Að bera Jóhönnu saman við Geir er bara ósanngjarnt, gagnvart Geir, sem þar á engan séns. Nær hefði verið að nefna Davíð eða Steingrím heitinn Hermannsson. Þar hefði þó opnast glufa.

Samfylkingin er auðvitað í vandræðum, aðeins með 20 þingmenn, sem þó er tæpur þriðjungur þingheims. D menn þessa lands hafa bara 16, en allir vita að fylgi þeirra er meira nú um stundir. Verst að þessir "allir", hafa ekki hugmynd um hvers vegna svo er í pottinn búið!

Björn Birgisson, 6.11.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband