7.11.2010 | 16:13
Þetta er ekki jólapakkinn í ár
Í nýframlögðum tillögum Sjálfstæðisflokksins til úrbóta í atvinnumálum þjóðarinnar, er meðal annars að finna eftirfarandi kafla.
"Nýtum auðlindirnar skynsamlega:
- a. Þorskafli verði aukinn um 35.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári og auknum aflaheimildum ráðstafað á grundvelli aflahlutdeilda.
- b. Horfið verði tafarlaust frá hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi og ný fiskveiðistjórnarlöggjöf lögfest á í samræmi niðurstöðu Endurskoðunarefndar um fiskveiðistjórnun.
- c. Framkvæmdir við álver í Helguvík verði hafnar.
- d. Lagalegri og stjórnmálalegri óvissu vegna fjárfestinga í orkufyrirtækjum verði eytt.
- e. Arðbærum framkvæmdaverkefnum verði komið af stað í samvinnu við lífeyrissjóðina og aðra fjármögnunaraðila.
- f. Stjórnvöld leiti í fullri alvöru leiða til að koma af stað orkufreku atvinnuverkefni að Bakka."
Um a og b lið: Hér gera sjálfstæðismenn að tillögu sinni það sem fjölmargir í þjóðfélaginu hafa lagt til áður og ekkert nema gott um það að segja. Það sem vekur athygli mína er útfærslan sem valin er. Verði kvótinn aukinn eru ýmsar leiðir færar við að útdeila aukningunni, allar umdeilanlegar reyndar, en á grundvelli aflahlutdeildar skal það gerast, samkvæmt tillögu sjálfstæðismanna.
Um c lið: Eftir því sem ég best veit eru umdeildar framkvæmdir við álver í Helguvík og þau mál öll að mjakast áfram og því ekkert nýtt við þessa tillögu.
Um d lið: Nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu, en er ekki unnið að því nú þegar í kjölfar Magma málsins?
Um e lið: Eru slíkar framkvæmdir ekki þegar hafnar eða eru í samningsferli milli ríkis og lífeyrissjóðanna?
Um f lið: Bakkamálið. Þessi framsetning gefur til kynna að í því ríki alvöruleysi af hálfu stjórnvalda. Vissulega eru skoðanir skiptar, en ég held að ekki sé hægt að fullyrða að málefni Bakka séu í algjörri kyrrstöðu.
Sumir pakkar eru þess eðlis að umbúðirnar eru miklu merkilegri en innihaldið. Alls ekki þannig þó að innihald þessa pakka sé ómerkilegt á nokkurn hátt. Það er bara svo rýrt við nánari skoðun.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek umbúðalaust undir þessa greiningu þína Björn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 17:17
Björn, þessi aðgerðalisti Sjálfstæðisflokksins er bara staðfesting á úrræðaleysi hrunflokksins. Allt eru þeta gömul úrræði. Þeirra stefna er hrunstefna
Gott að fá staðfestingu á að híenurnar hafa ekkert skipt um eðli þótt talað sé með fagurgala
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2010 kl. 17:34
Jæja, drengir mínir, er ekki annars allt gott af ykkur að frétta?
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 17:36
Jólagjöfnin í ár er skjaldborg heimilanna eftir Jóhönnu Sigurðardóttur
Sigurður Þorsteinsson, 7.11.2010 kl. 18:23
Sigurður, ég hélt kannski að það yrðu endurminningar Geirs Haarde, en líklega mun þjóðin velta rækilega fyrir sér bókinni hans Björgvins G. Sigurðssonar. Geir hefur kannski ekkert um að skrifa annað en einhver leiðindi og mistök.
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 18:30
Úr því þú spyrð frétta Björn, þá fékk ég loks vinnu. Jói Júdó réð mig í vinnu um mánaðarmótin við að byggja kreppuhús, enginn bölmóður í þeim manni, sem betur fer. Það er sem betur fer einhver jákvæðni í gangi, vonandi nær hún til Sig. Þorsteins áður en um langt líður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 18:48
Axel Jóhann, þetta voru góðar fréttir. Er þetta kreppuhús til að búa í því eða fyrir einhvern rekstur?
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 18:52
Þetta er einbílishús, en smátt í sniðum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.