7.11.2010 | 18:26
Hver er munurinn á landráðamönnum og öfgamönnum til vinstri og hægri?
Íslenskir ESB sinnar eru af öfgamönnum til hægri og vinstri sagðir vera landráðamenn og það er tuggið svo oft sem því verður komið við. Líklega hvergi jafnoft og hér á Moggablogginu, þó oftast af tiltölulega fámennri, en hávaðasamri stormsveit öfganna.
Á kortinu hér að neðan sjást meðlimaríki ESB, eins og staðan var árið 2007.
Öll þessi ríki hafa samþykkt inngöngu eftir kosningar um málið og samþykkt sinna þjóðþinga.
Eru þá landráðamenn í Evrópu taldir í tugum eða hundruðum milljóna?
Eða gilda einhver allt önnur lögmál á Íslandi en í öðrum fullvalda ríkjum?
Danir, Svíar og Finnar standa okkur næst af ESB þjóðunum.
Skuggalegt að þar skuli allt vera morandi í landráðamönnum. Enn verra kannski að við Íslendingar skulum eiga í samstarfi við þennan herskara landráðamanna og til að bíta höfuðið af skömminni:
Nýbúnir að bjóða þeim út að borða og drekka í Reykjavík eftir þing Norðurlandaráðs.
Svona á ekki að umgangast alvöru landráðamenn.
Enda enga alvöru landráðamenn að finna í röðum fulltrúa þessara þjóða.
Það er mergurinn málsins.
Aulaháttur öfgamanna dæmir sig sjálfur.
PS. Nokkrir þessara öfgamanna er í framboði til Stjórnlagaþings. Hver sá sem veitir þeim atkvæði sitt, er þar með genginn í Stormsveit þeirra. Helst af öllu vildi ég að þeir fengju allir sitt eigið atkvæði og ekkert umfram það. Þannig myndu þeir þekkjast betur úr, öðru fólki til aðhláturs.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eðlilegt að samningarviðræður við ESB fari fram og þjóðin segi sitt álit að þeim loknum, ekkert landráðalegt við það ferli, verði vilji þjóðarinnar virtur. Við vorum einu sinni hluti danaveldis, var það þá ekki landráð þegar þjóðin vildi breytingu á því fyrirkomulagi?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.11.2010 kl. 18:59
Semjum og kjósum. Meirihlutinn ræður eins og í Noregi. Látum ekki afturhald eignastéttarinnar í landinu hræða okkur frá góðum verkum.
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 19:04
Björn ertu ekki að gleyma mikilvægum punkti þar sem er Lissabon sáttmálinn? Öll þessi lönd sem þú sýnir á kortinu gengu í ESB fyrir samþykkt Lisboa!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2010 kl. 19:59
Jóhannes, einu sinni var drykkfelld kona spurð af hverju hún drykki svona mikið. Til að gleyma, svaraði hún. Gleyma hverju, var þá spurt. Það man ég ekki, sagði hún þá. Sumu gleymi ég áreiðanlega líka. Ekki þó meginmálum sem skipta máli.
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 20:05
Það er til hjálp Björn við þessum sjúkdómi. það er til hjálp
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2010 kl. 20:21
Gott að heyra, en ég man ekki hvaða færslu ég er að svara!
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 20:27
Kannski gilda ekki nein önnur lögmál á Íslandi en hinum ýmsu ríkjum Evrópu en það eru himinn og haf á milli Íslands og þessara ríkja í mörgum eiginlegum skilningi sem óeiginlegum.
Það er kjarninn á bak við mína afstöðu. Sú landfræðilega einangrun sem við höfum þegið af almættinu er meira virði en einhver sameiginlegur markaður sem við erum stödd inni í með svip heiðursmannsins Gísla á Uppsölum.
Þess vegna eigum við að hafa öll samskipti við aðrar þjóðir góð og vinsamleg eins og við höfum ævinlega haft allt frá því að við urðum fullvalda ríki. EES samningurinn skapaði okkur víst einhver betri markaðsskilyrði. Á móti kom svo að við urðum eftirsóknarvert og frjálst markaðssvæði fyrir glæpasamtök af ýmsum toga og erum nú að fást við verkefni af þeim toga en höfum hvorki burði né þekkingu til.
Landfræðileg einagngrun er fjársjóður sem hefur ekki nokkra tengingu við menningarlega einangrun.
Þetta á að vera auðskilið öllu fólki.
Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 20:30
Árni Gunnarsson, þakka þér kærlega fyrir innlitið. Alveg er mér hjartanlega sama um hvort við erum sammála eða ekki í einstökum málum. Orðin þín hafa slíkt vægi að þau eru alltaf betur sögð en ósögð. Takk fyrir innlitið.
Björn Birgisson, 7.11.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.