8.11.2010 | 20:47
Miklu betra að AGS fari í fýlu en þjóðin
"Af þeim fjölda megi gera ráð fyrir að 369 einstaklingar séu konur. Á höfuðborgarsvæðinu gætu 178 misst vinnuna og samtals er því um að ræða 634 starfsmenn í 445 stöðugildum."
Hver skyldi niðurstaðan verða í fjárlagafrumvarpinu? Hve margir ætli missi vinnuna sína í heilbrigðiskerfinu?
300, 400, 500, 600?
Sjálfsagt bíða þau hjá Atvinnuleysistryggingasjóði spennt eftir niðurstöðunni, enda svona gríðarlegur niðurskurður ávísun á himinhá útgjöld á þeim bænum og eru þau þó næg fyrir.
Alveg er ég sannfærður um að niðurskurðurinn verður ekkert í líkingu við svör ráðherrans.
Ekki vegna þess að stjórnmálamennirnir beinlínis skipti um skoðun á nauðsyn niðurskurðarins.
Miklu heldur vegna þess að kjarkurinn til þess mun fara þverrandi þegar á hólminn verður komið.
Velferðarstjórn sem nánast rústar heilbrigðisþjónustunni á einu ári mun ekki eiga upp á pallborðið í næstu kosningum.
Aurar og tillögur AGS eru í boði, en ekki í framboði.
Það verða hins vegar þeir aðilar sem gert er að framkvæma tillögur AGS.
Þeir munu fá mjög bágt fyrir hjá þjóðinni verði þessar tillögur að veruleika.
Þess vegna er miklu betra að AGS fari í fýlu en þjóðin.
634 gætu misst störf sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segir allt sem segja þarf.
"Þess vegna er miklu betra að AGS fari í fýlu en þjóðin",
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 21:12
Ómar, þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 8.11.2010 kl. 21:15
Það er góðri bráðaþjónustu á austfjörðum að þakka að ég er á lífi, en þessari ríkisstjórn er örugglega alveg sama !!!
Ólöf Zoëga (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:51
Ólöf - ég hef nokkrum sinnum bloggað um heilbrgðisþjónustuna og þar á meðal um bráðaþjónustuna hér í Reykjavík - Það er ALGJÖR UNDANTEKNING ef einhver tekur undir slíkt eða bloggar um það mál. Ég á bráðaþjónustnni og fleiri deildum mikið að þakka og í 2 skipti hefur sú ágæta bráðaþjónusta bjargað lífi mínu.
Aðförin að heilbrigðiskerfinu er skelfileg - ég er sjálfur ættaður að norðan og þekki fjallvegina að vetri til - Möðrudals og Mývatnsöræfin - Öxnadalsheiðina og Holtavörðuheiði o.fl.
Hef líka upplifað það að þurfa hjálparsveit á snjóbíl til þess að framkvæma ákveðna hluti á Akureyri INNANBÆJAR.
Vonandi verður þetta dregið til baka - allt annað er gerræði - við búum við gnarræði í Reykjavík - það er Reykvíska útfærsla á gerræði - gerræði stjórnarinnar.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.11.2010 kl. 11:02
Frábær pistill..... Hreint út sagt
Væri gaman ef mikið fleiri gætu séð málin í þessu samhengi.
Kveðja frá austurlandi
Gísli Birgir Ómarsson, 9.11.2010 kl. 15:24
Þakka ykkur innlitin, Ólöf, Ólafur Ingi og Gísli Birgir.
Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.