Enga öfgamenn á Stjórnlagaþingið

Ef við gefum okkur að 25-35% þjóðarinnar styðji Sjálfstæðisflokkinn, er augljóst að 65-75% styðja önnur öfl í stjórnmálunum. Öllum landsmönnum er ljóst að andstaðan við að breyta stjórnarskránni er mest á meðal Sjálfstæðismanna, alla vega forustumanna þess flokks.

Á sama hátt má öllum ljóst vera að í nýrri stjórnarskrá verður ekkert ákvæði sem kveður á um hvort Ísland eigi að vera í ESB eða ekki. Stjórnarskrá þjóðríkis kveður aldrei upp úr með slík mál. Því ræður vilji þjóðarinnar á hverjum tíma. Rétt eins og með NATO, Sameinuðu þjóðirnar, Norðurlandaráð svo dæmi séu tekin.

Af hverju er Sjálfstæðisflokkurinn svona lítið hrifinn af breytingum á Stjórnarskránni?

Einn bloggari orðar það svona:

"Það sem ergir Sjálfstæðisflokkinn er aðskilnaður ríkis og kirkju, aukin völd forseta og aðskilnaður lögjafar og framkvæmdavalds. Raunar allt, sem menn nefna í þessu samhengi öllu. Þeir vilja óbreytt ástand, enda hafa þeir einmitt þrifist á þessu meingallaða plaggi fram að þessu." (JSR)

Nú standa fyrir dyrum kosningar á Stjórnlagaþing. Af því tilefni vil ég ítreka minn fyrri boðskap.

Hann er þessi:

Ekki kjósa neinn þann frambjóðanda sem sakað hefur ESB sinna um landráð. Þeir sem svo tala eru þjóðhættulegir menn og ættu fremur heima í yfirfullum fangelsum þjóðarinnar, en á einhverju Stjórnlagaþingi.

Ekki kjósa þessa öfgamenn.

Munið 65-75% sem ég nefndi í inngangi mínum. Þar er sá slagkraftur sem til þarf að halda öfgamönnunum frá Stjórnlagaþinginu.

Það er þjóðinni algjör lífsnauðsyn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Sigurðarson

Er ekki hægt að merkja þessa sjálfstæðisflokksdindla þannig að þeir þekkist úr á almannafæri? Hey... ég veit!!! Hvernig væri að hengja á þá einhvers konar stjörnu??? Er það ekki ráð?

Eða ... neeeee ... var kannski búið að nota þá taktík? Minnnir það. Gæti misskilist.

Hey!!!! Nú veit ég!!!!! BÖNNUM bara sjálfstæðisflokksdindlum, og -rindlum, að taka þátt í stjórnlagaþinginu!!! Hvernig líst mönnum á það?

Ha? Lýðræði? Só?

Nú?

En þá að afnema bara lýðræðið? Er það ekki það sem kom okkur á kaldan klaka in the first place?

Spáum alla vega í þetta. Eitthvað VERÐUR alla vega að gera!!!

Heiðar Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 23:31

2 identicon

Sæll, að mínu mati væri það vænlegast til að sátta að sem flest ólík sjónarmið rati inn á stjórnlagaþing.

 En það er mikilvægt að stjórnarskráin einkennist af hófsemi en verður ekki eitthvað tískuplagg sem verður orðið barn sins tíma eftir 25 ár.

 Sjálfur er ég í framboði, hef aldrei stutt sjálfstæðisflokkin né verið skráður í annað stjórnmálaafl.

 Með Bestu,

Eyþór jóvinsson 30-29

www.jovinsson.is

Eyþór jóvinsson (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 23:57

3 identicon

Hvað varð um gagnrýnisfærlslu þína á Davíð frá því í gær?

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Agnar, ég ætlaði að breyta henni ofurlítið, en eyddi henni óvart! Kemur ekki að sök, hún var ekki svo merkileg!

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 13:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Agnar, því spyrð þú um þetta?

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband