Einn seinheppinn tappi

Þórunn Sveinbjarnardóttir sagðist telja að hugmyndin um Þjóðfundinn væri alveg 92 milljóna króna virði og því vildi hún þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir að beita sér fyrir því að fundurinn var haldinn.

Seinheppinn getur hann Sigurður Kári Kristjánsson verið. Hugmynd hans var auðvitað að nota tækifærið til að slá nokkrar pólitískar keilur, en er svo bara rassskelltur af hinni orðhvötu þingkonu Samfylkingarinnar. Ekki var honum þó sagt að hoppa hvorki eitt né neitt.

Verður hann ekki að hugga sig við að ríkissjóður nái obbanum af upphæðinni til baka með aukinni neyslu í þjóðfélaginu, með allar þessar 92 milljónir á fleygiferð í hagkerfinu?


mbl.is Þjóðfundurinn kostaði 91,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Engin hefur nokkru sinni sagt að lýðræðið væri ókeypis.

Sigurður Kári kostar mig og þig líklega um 50 milljónir á kjörtímabilinu þegar allt er talið. Greyið hefur vist setið í tvö kjörtímabil ef ég man rétt fyrir utan yfirstandandi tímabil.

Hver skilar betra starfi, Sigurður Kári, þú eða ég?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.11.2010 kl. 17:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, örugglega ekki ég!

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 17:38

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Björn, ég átti við þú og ég versus Sigurður Kári? Ég er ekki neinum vafa.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.11.2010 kl. 17:46

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hann þvælist nú nokkuð vel fyrir vinnandi fólki, strákurinn!

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 17:49

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

hahhaah einmitt :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.11.2010 kl. 17:57

6 identicon

Hugmyndin um þjóðfund kom vissulega frá Sjálfstæðisflokknum. En aðeins vegna þess að ríkisstjórnin ætlaði að koma á fót stjórnlagaþingi sem starfa átti í 2 mánuði og á fyrsta degi átti þingforseti (sem var líka kosinn á fyrsta degi og þ.a.l. veit enginn hvort hann verði þingforseti), að vippa frumvarpi að nýrri stjórnarskrá útúr erminni á sér. Það sá hver maður að þetta var bara algjör vitleysa og Sjálfstæðismenn álitu að ef ætti að gera þetta þá þyrfti að gera þetta að viti og þá kom hugmyndin um þjóðfund sem undirbúningsvinna. Sérstaklega vegna þess að Stjórnlagaþingið hefur heimild til að tvöfalda tímann sem það á að vera að störfum, og myndi þá ekki aðeins kosta 500 milljónir, heldur væntanlega nálægt milljarði, og því er betra að vera vel undirbúin og sleppa tvöfölduninni.

Það þýðir samt ekki að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ólmur viljað halda þjóðfund. Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á þessari peningasóun. Það er nú að sjá hvernig hún forgangsraðar, "norræna velferðarstjórnin".

Rafn (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Björn Birgisson

Rafn, sumir flokkar eru einfaldlega vitlausari en aðrir. Sumir flokkar eru einfaldlega sjálfhverfari en aðrir. Þjóðin glottir.

Björn Birgisson, 9.11.2010 kl. 23:51

8 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég held reyndar að flokkarnir séu allir jafn vitlausir og sjálfhverfir. Þetta karp á milli Sigurðs Kára og Þórunnar sýnir enn og aftur hvað umræðan er dauð inni á alþingi. Ég bíð eftir því að einhver þingmaðurinn stígur upp í pontu og svarar andsvari með orðunum "Ég spegla það!" eða "Ég veit hvað þú ert en hvað er ég?!"

Það er í allt í lagi að þessi ríkisstjórn sé vanhæf vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði öllu. Það er í lagi að eyða 100 milljónum í gagnslausa vitleysu vegna þess að hugmyndin að vitleysunni kom annars staðar frá. Ábyrgðin liggur alltaf einhvers staðar annars staðar. Það hefur heldur mikið breyst frá búsáhaldar"byltingunni" eða hitt þó heldur!

Pétur Harðarson, 10.11.2010 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband