Niðurskurðurinn leysir húsnæðisvanda eldri borgaranna

Samráðshópurinn um nýja húsnæðisstefnu mun skila skýrslu um heildstæða húsnæðisstefnu til framtíðar eigi síðar en 1. apríl 2011.

Flesta Íslendinga dreymir um að eignast sitt eigið húsnæði, það liggur í þjóðarsálinni og fólk er tilbúið að leggja hart að sér við að borga af sanngjörnum lánum til langs tíma, til dæmis 50 ára með hraðari niðurgreiðslu í boði fyrir þá sem geta og vilja.

Gerum þeim það kleift.

Fáeina dreymir um þokkalegan leigumarkað, þar sem ekki er hægt að sparka fólki út með fárra mánaða fyrirvara.

Gerum þeim það kleift.

Svo er það hópurinn sem sér ekkert annað en niðurgreiddar bæjarblokkirnar og vill þar inn.

Gerum þeim það kleift.

Húsnæðismál útigangsfólks eru í ólestri, eðli málsins samkvæmt. Reisum upphitaðar færanlegar tjaldbúðir fyrir þann hópinn, svo hann eigi eitthvert skjól, en geti samt áfram talist útigangsfólk. Útigangsfólk í útilegu.

Lítið þarf að huga að húsnæðismálum eldri borgaranna, því þeim mun fækka stórlega á næstu árum vegna niðurskurðarins í heilbrigðiskerfinu og all nokkurt húsrými losna af þeim sökum.

Þetta er heildstæð húsnæðisstefna. Nefndin má nota þessa færslu og skila henni inn strax og snúa sér að einhverju öðru, en líklega þarf hún að halda 100 fundi um málið og kalla til skrafs og ráðagerða um 1000 manns.

Taka Þjóðfundinn á þetta.


mbl.is Ný húsnæðisstefna í mótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband