11.11.2010 | 18:30
Aldrei hægt að hjálpa öllum
"Mér finnst það mjög góð leið að skipa fámennari hóp með fulltrúum frá öllum aðilum, sem sitja og reyna að ná einhverri niðurstöðu um endanlega leið og endanlega úrlausn á skuldavanda heimilanna" segir Lilja Mósesdóttir.
Endanleg lausn á skuldavanda heimilanna næst aldrei. Verður aldrei annað er draumsýn.
Vandinn varð nefnilega ekki til með hruninu, en tók auðvitað skuggalegan kipp eins og allir vita. Nauðungarsölur og bullandi vanskil voru daglegt brauð löngu fyrir hrunið. Munurinn er sá að þá var meinið mein einstaklinganna sem komu sér í þessa stöðu, en er nú orðið að einu versta þjóðfélagsmeini á lýðveldistímanum og allir virðast vera ráðþrota þegar talað er um lækningu.
Þannig að hvað sem gert verður, getur það aldrei hjálpað öllum. Alltaf munu einhverjir sitja hnípnir hjá og telja sig svikna.
Það er orðið meira en pínlegt fyrir stjórnvöld hve hægt gengur að leggja fram tillögur til lausnar. Nú á að skipa enn einn starfshópinn.
Verður málið samt ekki klárað fyrir lok kjörtímabilsins?
Mikill vilji til að finna varanlega lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf hægt að veita minni hjálp en jafnari. Það er venjulega kallað réttlæti.
Sértækar niðurfellingar fyrir "sérsataka" aðila kemur aldrei til með að skapa neitt nema úlfhúð og ósætti.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.