Flata niðurfellingin liggur nú marflöt

Niðurstöður reiknihópsins sýna að bankarnir hafa líklega fetað þokkalega slóð í sínum skuldaaðgerðum fyrir heimilin.  Slóðina sem líklega gagnast best þeim illa og verst stöddu og er hagkvæmust fyrir heildina, þetta fyrirtæki sem við köllum Ísland. 

Flöt niðurfelling er sögð rándýr, óhagkvæm og leysir ekki vanda þeirra verst stöddu. Kannski er vandi þeirra í raun óleysanlegur. Það hefur aldrei verið hægt að hjálpa öllum. Alltaf eru einhverjir sem er ekki viðbjargandi og falla fram af hinni fjárhagslegu bjargbrún. Það er ekkert nýtt.

Þeir aðilar sem opinberlega hafa harðast beitt sér fyrir flatri niðurfellingu (15-20%) eru Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin og samtök hins duglega Marinós G. Njálssonar, Hagsmunasamtök heimilanna. Þessir aðilar sýnast vera hálffúlir með niðurstöður reiknihópsins, en það þýðir bara ekkert að fara í fýlu. Þeirra hugmyndir urðu kannski til þess að menn fóru virkilega að reikna og leita hagkvæmustu lausnanna fyrir heildina.

Vel má vera að þetta reiknidæmi sé þess eðlis að úr því megi fá margar niðurstöður með því að gefa sér alls kyns forsendur og breytur. Reiknihópurinn, eða niðurstöður hans, verða varla rengdar.

Einhverjar hjáróma raddir segja þó niðurstöðuna pantaða fyrirfram. Það held ég að sé bara óttalegt bull.

Næsta skref er að mynda sem breiðasta samstöðu um tillögur til lausnar.

Enginn í fýlu og allir með. Stjórnmálamenn, bankamenn, lífeyrissjóðirnir og aðrir sem málið varðar. 

PS. Taktu þátt í könnun hér til vinstri!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband