Spái því að kosningaþátttakan til Stjórnlagaþings verði aðeins 30%-40%

Nú er hálfur mánuður í einstæðar kosningar hér á landi. Kosningar til Stjórnlagaþings. Áhugi bogaranna á að komast á þetta þing reyndist ótrúlega mikill. 523 vilja fá að verma sætin 25, kannski 31, sem eru í boði.

Ekki verður betur séð en að allur undirbúningur fyrir kosningarnar af hálfu stjórnvalda sé til fyrirmyndar. Kynning á frambjóðendum nokkuð góð, þrátt fyrir allan fjöldann.

Alveg er ég viss um að svona kosning hefði verið nánast óframkvæmanleg ef veraldarvefurinn væri ekki á hverju heimili landsins.

Skyldi hinn almenni kjósandi hafa jafn mikinn áhuga á þessum kosningum og frambjóðendurnir? Ég stórefast um það. Að vísu bendir hin ágæta þátttaka á Þjóðfundinum til mikils áhuga, en hafa ber í huga að þeir sem hann sátu voru á launum og fengu kostnað greiddan.

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að hinn mikli fjöldi frambjóðenda muni hafa eyðileggjandi áhrif á kosningarnar. Held að fólki fallist hendur við að velja fáeina úr öllum skaranum. Sleppi því bara og sitji heima.

Mín spá er sú að kosningaþátttakan verði mjög dræm. Gamla fólkið lendir í vandræðum með þetta og yngstu kjósendurnir held ég að hafi lítinn áhuga á málefninu.

Ég spái því að kosningaþátttakan verði á milli 30% - 40%.

Hvað heldur þú um það, lesandi góður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég spái því að kosningaþátttakan verði á milli 20%-25%.  

Kolbrún Hilmars, 13.11.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, ekki er það nú mikið! Varla meira en atkvæðisbærir fjölskyldumeðlimir og velunnarar frambjóðendanna!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 20:34

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Veit það Björn, það er lítið! En fólk virðist ekki hafa áhuga - nema þá á blogginu og svo velunnarar. Mér var t.d. boðið í jólahlaðborð þann 27. og spurði, hvað - á sjálfan kosningadaginn? Svarið: ha - hvaða kosningadag?

Kolbrún Hilmars, 13.11.2010 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband