Hverja á maður eiginlega að kjósa til Stjórnlagaþings?

Í framhaldi af síðustu færslunni minni um kosningarnar til Stjórnlagaþingsins, datt mér í hug að spyrja sjálfan mig þessarar spurningar: Hvaða fólk ætlar þú að kjósa?

Í sannleika sagt. Ég hef ekki hugmynd um það og stórefast um að á kjördegi hafi ég gert upp hug minn.

Fjöldinn af frambjóðendum er svo yfirgnæfandi að manni fallast hendur.

Ég er kominn með fjögur nöfn á blað. Held að ég megi tilnefna 25, en veit ekki hvort eitthvert lágmark er. Kynni mér það betur.

Þessir frambjóðendur eru komnir á mitt blað:

Eyþór Jóvinsson 3029

Ómar Ragnarsson 9365

Ingibjörg Snorradóttir Hagalín 8034

Þorvaldur Gylfason 3403

Ef málsmetandi fólk, sem þetta les, getur bent mér á úrvalsfólk í framboði, væri sú ráðgjöf ágætlega þegin.

Grunar að ég sé ekki sá eini sem er í vandræðum með þetta.

Kannski best að taka 27. nóvember frá til að skrifa jólakortin, eða taka til í bílskúrnum og sleppa þessu bara.

Sjáum til með það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að renna augum yfir listann með frambjóðendur. Ég er búinn að pikka nokkra út sem ég ætla að kjósa, en ég verð að nefna það að Jón Valur Jensson hefur verið mér mjög hjálplegur í þessu vali. Hann hefur verið að mæla með mörgum en hafna öðrum. Að sjálfsögðu mun ég kjósa þvert öfugt við hans ráðleggingar. Ég er að skoða fleiri, sem eru á sömu línu og hann til að létta mér valið enn frekar!!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 21:30

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svavar Bjarnason, ég sé að þú hrífst ekki að JVJ. Hvað um það, honum er frjálst að bjóða sig fram og mæla með jábræðrum og systrum. Ég les sjaldan skrifin hans í seinni tíð og veit því lítið um hvað þú ert að vitna í, en gangi þér sem best við valið!

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 21:41

3 identicon

Allir sem taka harda afstödu GEGN kvótakerfinu koma til greina. 

Hvernig vaeri ad kjósa OG taka til í bílskúrnum?

Svo verdur thad vaentanlega Marud kartöfluflögur og Pepsi Max sem thú gaedir thér á, á kosningavökunni?

My 2 cents (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 21:52

4 Smámynd: Björn Birgisson

My 2 cents, Maarud flögurnar og Pepsi Max verða á borðum. Ætlar þú að koma í heimsókn? Hvar ert þú núna?

Björn Birgisson, 13.11.2010 kl. 22:09

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Jón Valur er með betri kostum sem bjóðast, og ætla ég  að gefa honum mitt atkvæði góðann daginn!

Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 23:41

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ef Björn hefði gefið kost á sér ætti hann einnig öruggt atkvæði margra  að ég hygg !

Guðmundur Júlíusson, 13.11.2010 kl. 23:42

7 Smámynd: Rodor

Það er ágætt að kjósa þá sem hafa keyrt útaf. Svoleiðis bílstjóra réð Ólafur Ketilsson á stundinni.

Rodor, 14.11.2010 kl. 00:35

8 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, ég ætla rétt að vona að þú verjir þínu atkvæði vel og ég treysti þér til þess. Ég hef hins vegar gefið kost á mér til að hella upp á kaffið fyrir þingmennina og að skjótast í ríkið fyrir þá, en engar undirtektir fengið!

Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 00:42

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég spái því að númer kjósenda komi til með að ráða úrslitum. Þeir sem hafa núll í númerinu sínu hafa meiri möguleika en aðrir, svo koma þeir sem hafa tölu sem lætur vel í munni og rímar við sjálfa sig. En sjáum til.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.11.2010 kl. 07:25

10 identicon

Kaudi númer 3403 er ÚRVALSMADUR.  Fadir hans var úrvalsmadur og braedur hans einnig.  Afburdarmenn.  Einsdaemi á Íslandi og audvitad thess vegna á mjög áberandi háu plani og sérstaklega vegna thess hve vidbjódslegur sorinn í Sjálfstaedisflokknum og Framsóknarflokknum er á lágu plani.

*Gódur madur og heilsteyptur*

My 2 cents (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 17:48

11 Smámynd: Björn Birgisson

My 2 cents, nokkuð ertu dómharður um B og D fólkið.

Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 18:13

12 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Best bara að láta krakkana ummetta. Velja sér andlit og skrifa númer og kjósa.

Hörður Sigurðsson Diego, 14.11.2010 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband