Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni. Áfall fyrir ESB andstæðinga!

"Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni frá Evrópusambandnu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líkt og BBC greindi frá og Vísir hafði svo eftir í gær. Þá greindi BBC frá því að Írar hefðu sótt um allt að 80 milljarða evra lán hjá stofnununum." segir visir.is

Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni .........................

Þetta er hræðileg frétt fyrir andstæðinga aðildar Íslendinga að ESB. Þeir ætluðu svo sannarlega að slá sér upp á vandræðum Íra. Hafa reyndar margir gert, á sinn sérstaka göfugmannlega hátt.

Það þarf sérstakar manngerðir til að hampa vandræðum annarra stöðugt, sjálfum sér eða sínum málstað til framdráttar.

En lágkúruna er svo víða að finna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr er það lágkúra að vilja ekki inn í ESB og sömuleiðis er það lágúra að vilja tilheyra sjálfstæðu ríki og áfram spyr ég er það ekki lágkúra að hafa logið út þingályktun og með hótunum og sent inn ólöglega umsókna sem er stjórnar erindi og átti að hafa  undirskriftar fólksins þ.e. Forseta.

Valdimar Samúelsson, 14.11.2010 kl. 20:18

2 Smámynd: Björn Birgisson

Forseti Íslands skrifar ekki undir þingsályktanir. Hann skrifar undir lög frá Alþingi.

Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 20:27

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Forseti Íslands Skrifar undir Lög og Stjórnarerindi en umsóknin var Stjórnarerindi en ekki þingsályktun. Sjá Stjórnarskrá Íslands gr.18 0g 19. Hefði gaman að heyra hvernig þú getur sagt að umsóknin sjálf hafi verið þingsályktunin. Umsóknin var erindi og það heldur betur stærsta stjórnarerindi í Íslandssögunni. Eins og ég sagið hefði gaman að heyra þitt álit. 

Valdimar Samúelsson, 14.11.2010 kl. 20:51

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ef umsóknin var ólögleg skaltu bara kæra hana, í stað þess að standa í orðaskaki á blogginu.

Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 21:01

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þú snýrð þessu á haus Björn

Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni sem ECB hafa verið að ýta til þeirra. Þetta er nokkurt áhyggjuefni því það þýðir að Írland mun að líkindum lenda í greiðsluþroti í næstu viku sem þeir virðast vert tilbúnir í frekar en að fá meira lanað hjá ECB . Þetta þýðir með öðrum orðum að Írar eru hættir að hlíða ECB. Þetta er samt  ekki mikið áhyggjuefni fyrir Íra eða íslenska ESB andstæðinga eins og þú virðist halda Björn. Heldur fyrst og fremst áhyggjuefni fyrir ECB og evruna.  

Guðmundur Jónsson, 14.11.2010 kl. 22:06

6 Smámynd: Björn Birgisson

Greiðsluþrot í næstu viku hjá Írum? Sjáum til með það. Vonandi gerist það ekki. Mín færsla snerist ekki um það. Miklu heldur um skrautlegan málefnatilbúning ESB andstæðinga hér heima. 

Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 22:16

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þetta með næstu viku  kemur fram á FT.com  ég er ekki endilega á því að  það sé rétt. 

Guðmundur Jónsson, 14.11.2010 kl. 22:47

8 Smámynd: Björn Birgisson

Kemur í ljós.

Björn Birgisson, 14.11.2010 kl. 22:51

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta virðist einhvað fara í pirrurnar á þér Björn. Það er búið að kæra þessa ólöglegu umsókn svo þú vitir það og kynntu þér stjórnarskránna.

Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 00:30

10 Smámynd: Björn Birgisson

Búið að kæra umsóknina? Hver gerði það, hvar og hvenær?

Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband