14.11.2010 | 23:43
Aumingja Ömmi á útleið aftur
Þessar hugmyndir hafa heyrst áður. Þær eru algerlega óraunhæfar og Ögmundur veit það," segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, um hugmyndir samflokksmanns síns, Ögmundar Jónassonar ráðherra, um að fá skjóta niðurstöðu um tiltekin ágreiningsmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kjósa um málið."
Aumingja Ömmi! Hann er bara að verða óttaleg dula í pólitíkinni og ætti að forða sér áður en hann fær sparkið í afturendann frá samflokksmönnum sínum.
Um þessa barnalegu tillögu hans skrifaði ég í annarri færslu:
Þetta er aðeins sýndarmennska hjá Ögmundi. Hann veit vel að þessir hlutir ganga ekki svona fyrir sig. Hann er hér að fiska í gruggugu vatni í viðleitni sinni til að breiða yfir allan vandræðaganginn í VG vegna umsóknarinnar.
Nú setur Árni Þór hressilega ofan í við ráðherrann ráðvillta.
Aumingja Ömmi er á útleið aftur og mun ekki eiga afturkvæmt.
Segir hugmyndir Ögmundar óraunhæfar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Árni Þór, var það ekki Brussel-farinn? Á kostnað borgarbúa í Reykjavík. Spron-Árni, við þekkjum hann.
marat (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 23:53
Það verður að segjast eins og er, að Ögmundur jefur ekki alveg verið að gera sig.
Eitthvað er farið hjá honum..Sennilega neistinn og sannfæringin, því miður
hilmar jónsson, 14.11.2010 kl. 23:55
Þið eruð í góðum félagsskap, Björn, Árni og Hilmar. Þið eruð mikið breytingaafl.
marat (IP-tala skráð) 14.11.2010 kl. 23:57
Hilmar - það er búið að tala mikið um það að þingmenn eigi að fylgja eigin sannfæringu -
Kanski er Ögmundur bara búinn að finna sína.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.11.2010 kl. 01:48
Er Ögmundur kallaður Ömmi?
Grefill, 15.11.2010 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.