15.11.2010 | 15:52
Viltu selja mér tölvugögnin mín?
"Biður hún þjófana að skila tölvunni, eða að minnsta kosti gögnunum og segist tilbúin að greiða fyrir. Hægt er að hafa samband við hana í netfanginu kristinhk@ruv.is."
Ætli atvinnuleysistölur myndu ekki lækka ef starfsheitið innbrotsþjófur yrði gert löggilt? Alla vega virðast býsna margir stunda þá iðju að brjótast inn hjá fólki og fyrirtækjum.
Svo verður iðjan auðvitað arðbærari þegar til dæmis þjófarnir geta selt sjálfum eigendunum tölvugögnin sér, á sanngjörnu verði og síðan tölvuna líka til sama eða annars aðila, á sanngjörnu verði auðvitað líka.
Miðað við stöðugar fréttir af innbrotum og þjófnuðum er ljóst að fjölmargir Íslendingar eru að vinna við tölvur sem hefur verið stolið og síðan að glápa á stolin sjónvörp, eða hlusta á tónlist úr stolnum græjum.
Varla fer allt góssið úr landi.
Hvað er til ráða fyrir venjulegt fólk gegn þessari óværu?
Þetta venjulega, vöktun frá öryggisfyrirtæki, öflug nágrannavarsla, læsa öllu og loka, láta líta út eins og einhver sé heima og fleira í þeim dúr.
Best væri kannski að fá sér blóðþyrstan stóran varðhund sem þó léti eiganda sinn í friði!
Aumt yrði upplitið á ræflunum að fá slíka skepnu í fangið í upphafi vinnutímans og hætt við að lítið yrði úr verki!
Vill fá tölvu aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að uppfæra refsingar og færa fartölvur (tölvur) upp alvöruskalann. Tölvur í dag eru orðnar framlenging á manni og standa manni kannski nær en makar og bestu vinir, fyrir nú utan einkabanka og allt það. Svona þjófnaður ætti að vera strax á eftir nauðgun. Fyrir marga er tölvan í dag skriftastóll og geymir hugrenningar sem sumar hverjar eru engum öðrum ætlaðar. Þetta er ekki bara 80-200 þús króna tæki.
Villi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 16:48
Villi, ágæt pæling!
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.