15.11.2010 | 18:04
Einstakt klúður Ögmundar dómsmálaráðherra
Það hlýtur að vera skuggalega niðurlægjandi fyrir Ögmund Jónasson dómsmálaráðherra að fylgjast með viðbrögðum við tillögu sinni um hroðvirknis og flýtimeðferð í viðræðum við ESB.
Talsmaður stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins, Angela Filota, hafnar algjörlega hugmyndum Ögmundar Jónassonar, dómsmálaráðherra, um að reynt verði að fá skjóta niðurstöðu um tiltekin ágreiningsmál í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún skal hafa orðið hissa á þessum barnaskap og frumhlaupi ráðherrans.
Formaður þingflokks VG, Árni Þór Sigurðsson, setur ofan í við ráðherrann og segir hann eigi að vita betur og viti reyndar betur. Ekkert sérlega uppörvandi umsögn fyrir ráðherrann að lesa.
Þessi hugmynd Ögmundar er svo barnaleg að maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort maðurinn sé hæfur til að gegna ráðherraembætti, en honum verður að venju fyrirgefið eftir stutt tiltal.
Auðvitað vissi hann, þegar hann var að pára Moggagreinina sína, að hugmyndin var algjörlega út í hött og myndi aldrei uppskera annað en aðhlátur og algjöra höfnun. Kannski nokkra kátínu vina hans til hægri og fáeinna VG liða.
Samt lét hann hana flakka! Til hvers?
Í sýndarmennskuæði til að reyna að friða órólegu deildina í VG og kaupa stundarfrið? Líklega.
Hvað annað gæti komið til?
Kannski bullandi vilji til stjórnarrofs? Held ekki.
ESB hafnar hugmyndum Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann á að segja af sér.
Alls ekki hæfur til að gegna ráðherraembætti.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2010 kl. 18:07
Það verður ekki!
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 18:17
Talandi um óhæfa ráðherra þá bendi ég ykkur á þessa úttekt mína á Ráðherra ábyrgð en hér er um stór lagabrot og væri gaman að fá þessu hnekkt.
Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 18:31
Hér beinast öll spjót að Ögmundi því hann vissi ekki betur í upphafi, þá er spurning hvort ekki ætti að "hengja" frekar ráðherrann sem laug að Ögmundi með að kíkja í "pakkann" sem byrjar líka á Ö?
Brynjar Þór Guðmundsson, 15.11.2010 kl. 19:50
Ef hann segir af sér, hvað ætli líði margir mánuðir áður en farið verður að tala um nauðsyn þess að Ömmi komi inn í stjórnina - í þriðja sinn. Hann gæti þá haft tíma til að segja af sér í þriðja sinn og slá þannig heimsmet í sfsögn sama ráðherrans á einu og sama kjörtímabilinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2010 kl. 20:21
Þessi slóð hefir verið tekin út úr svari mínu. sjá síðustu blogg mín eða þessa slóð. http://skolli.blog.is/admin/blog/?entry_id=1116498
Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 20:33
Valdimar, hver tók slóðina út úr svari þínu? Hvað ertu að gefa í skyn?
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 21:08
Ítrekuð spurning til Valdimars (úr annarri færslu reyndar): Búið að kæra ESB umsóknina? Hver gerði það, hvar og hvenær?
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 21:13
Af hverju ræður ESB því hvernig og hvenær Íslendingar gera upp hug sinn við nú-þegar þekktum inngönguskilyrðum í ESB?
Geir Ágústsson, 15.11.2010 kl. 21:52
Geir, sem annar samningsaðilinn hefur ESB sínar reglur, rétt eins og í samningum við aðrar þjóðir, það kom skýrt fram hjá Angelu Filota, talsmanni stækkunarskrifstofu báknsins. Ekki breytum við þeim reglum, bara af því að það hentar okkur. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er Ísland að sækja um aðild að eigin frumkvæði og sem þjóð utan báknsins, þá geta menn varla vænst þess að geta breytt öllum reglum viðsemjandans! Nema kannski í barnalegum óskhyggjudraumum!
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 22:01
Við Íslendingar sóttum ekki um aðild að eigin frumkvæði heldur var pínd út yfirlýsing úr alþingi með hótunum að fela ríkisstjórn að sækja um aðild. Frumkvæðið var ekki hjá fólkinu en það hrópaði fyrir utan alþingi að það vildi ekki ESB.
Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 23:01
hér er slóðin http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1116498/ hin var vitlaaus.
Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 23:11
Valdimar, ætlar þú að svara spurningum mínum, sem ég beindi til þín?
Hver tók slóðina út úr svari þínu? Hvað ertu að gefa í skyn?
Búið að kæra ESB umsóknina? Hver gerði það, hvar og hvenær?
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:15
Valdimar, þetta er einhver misskilningur hjá þér, ég sé ekki betur en þetta sé litaspjald úr Litaver. Ertu að fara að mála?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2010 kl. 23:48
Æææææ, !!
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.