15.11.2010 | 23:11
Þarf nýtt gos á Heimaey?
"Meðal tillagnanna er að kaupa plóg, sem Lóðsinn í Vestmannaeyjum noti til að draga efni úr innsiglingu hafnarinnar."
Plóg? Í Landeyjahöfn? Á þetta ekki að vera grín?
Færa svo Markarfljótið um tvo kílómetra til austurs, bara svo sandurinn verði aðeins lengur á leiðinni vestur með ströndinni!
Ekki vissi ég að svona húmorista væri að finna í stjórnkerfinu!
Kannski ljótt að segja þetta, en þarf virkilega nýtt Heimaeyjargos, með tilheyrandi brottflutningi fólks og fénaðar til að stoppa þessa vitleysu?
Lóðsinn látinn plægja Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll já þarna eru menn að fara framúr sér! En ég segi að hamfaragosið af öræfum og hraunið frá því bjargar höfn að Eyjum.
Sigurður Haraldsson, 15.11.2010 kl. 23:24
Hverjir bera ábyrgð af þessu klúðri.? Það voru margir búnir að vara við þessum framkvæmdum,og man ég sérstaklega eftir því að Grétar Mar var búin að benda á hve arfavitlausar þessar framkvæmdir yrðu.Sem satt og rétt er.
Númi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:36
Sigurður, ertu búinn að láta Siglingamálastofnun vita af því?
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:36
Númi, Árni Johnsen hefur trú á þessu. Hann náði kjöri, en ekki Grétar Mar. Hvað segir það okkur?
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:40
Björn ekki beint en ef þeir hafa lesið eitthvað af bloggi mínu þá hafa þeir séð þetta.
Sigurður Haraldsson, 15.11.2010 kl. 23:44
Þó þeir breyttu farvegi Markarfljóts og létu það renna til sjávar í Skagafirði, breytti það litlu. Varla eru menn svo einfaldir að halda að allur suðurstrandarsandurinn sé úr Markarfljóti kominn?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.11.2010 kl. 23:51
Hvernig var nú þetta: Sælir eru einfaldir því ........................
Björn Birgisson, 15.11.2010 kl. 23:54
Hér er ein hugmynd: http://summi.blog.is/blog/summi/entry/1116703/
Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.