17.11.2010 | 20:13
Hvenær verður hægri stefna að menguðum fasisma eða vinstri mennska að kommúnisma?
Alltaf er maður að upplifa eitthvað nýtt. Sumt áhugavert og skemmtilegt, en annað síður, eins og gengur og gerist í lífinu.
Í fyrrakvöld fékk ég tölvupóst frá ungum íslenskum námsmanni í Danmörku og varð mjög hissa. Í fyrsta lagi á að hann skyldi senda mér þennan póst og þá ekki síður vegna erindis unga mannsins. Hann sagðist kannast við mig af blogginu og vildi spyrja mig sem slíkan. Sem bloggara. Ég veit ekki hvort fleiri fengu sams konar erindi frá honum.
Um sjálfan sig sagði hann efnislega þetta: Hef búið í Danmörku í tæp 10 ár og er í námi í stjórnmálafræði. Er 25 ára. Er að skrifa ritgerð um íslensk stjórnmál árin fyrir hrun og til dagsins í dag. Hef fylgst þokkalega með öllu á Íslandi í gegn um tölvuna mína, einnig fengið send ýmis gögn eftir beiðnum og pöntunum. Fleira kom fram sem ég tíunda ekki hér.
Spurningin sem ungi maðurinn lagði fyrir mig var efnislega þessi (aðeins stytt):
Telur þú að þjóðernissinnaðir fasistar séu yfirleitt til á Íslandi? Ef svo er, hefur þeim þá fjölgað eða fækkað við hrunið og hvar er þá að finna í stjórnmálum Íslands, samtökum eða miðlum eins og blogginu? Getur þú bent mér á áberandi einstaklinga sem falla undir þessa pólitísku skilgreiningu?
Þjóðernissinnaðir fasistar? Ég starði lengi á þetta. Veit varla hvað þetta þýðir. Og þó hef mínar hugmyndir um það. Ég hef stundum skrifað um og skipst á skoðunum við menn sem ég kalla hægri öfgamenn hér á blogginu og get auðveldlega nafngreint marga þeirra, en það stóð í mér að svara þessu og hvort ég ætti yfir höfuð að gera það.
Sendi þó námsmanninum nöfn 8 Moggabloggara, með þeim orðum að þeir væru í hópi þeirra sem ég stundum kallaði hægri öfgamenn, en myndi aldrei kalla þjóðernissinnaða fasista, ekki endilega vegna þess að þeir væru það ekki. Miklu heldur að ég vildi engum ætla þá svívirðu!
Hann yrði að lesa skrifin þeirra og draga sínar ályktanir sjálfur. Annað gerði ég ekki og svaraði í raun ekki spurningum unga mannsins að öðru leyti, enda tel ég mig að mestu ófæran til þess. Hann sendi stutta kveðju um hæl, sagðist kannast við einhverja sem ég nefndi, en ekki alla.
Heyrði frá námsmanninum aftur í gærkvöldi og hann spurði um einn tiltekinn mann, eftir að hafa lesið bloggin hans.
Sá er svo sannarlega þjóðernissinnaður fasisti. Hatar alla sem honum eru ekki sammála, en þykist vera betri Íslendingur en flestir aðrir. Væri hann með vélbyssu myndi hann beita henni gegn andstæðingum sínum, eins og annarra fasista fáráðlinga er plagsiður.
Læt lesendum eftir að finna út hver þetta er.
Þjóðernissinnaðir fasistar! Það var ekkert annað. Auðvitað fyrirfinnast þeir hérlendis.
Líka öfgamenn til vinstri, hreinir og klárir Stalínistar.
Flest rekur nú á fjörur manns á tölvuöld!
(Endurbirt, nokkuð breytt)
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.