17.11.2010 | 21:41
Hvaða 4,8% frambjóðenda eru hæfust á Stjórnlagaþingið?
Í sannleika sagt þá hef ekki hugmynd um það og stórefast um að á kjördegi hafi ég gert upp hug minn til neinnar hlítar. Mjög margir frambjóðendur eru vel og gríðarlega vel hæfir.
Fjöldinn af frambjóðendum er svo yfirgnæfandi að manni hreinlega fallast hendur. Það er dags- eða tveggja daga verk að fara samviskusamlega yfir allan þennan skara frambjóðenda.
Ég er kominn með 13 nöfn á blað. Á að hámarki að kjósa 25 og ég mun gera það, mæti ég á annað borð á kjörstað. Allt eða ekkert. Bendi á að aðeins komast 4,8% frambjóðenda að. Slíkur er fjöldinn. Slíkur er áhuginn. Sá sami áhugi og Morgunblaðið setur sig ekki úr færi við að hæðast að. Kannski bara ritstjórinn bitri, sem á svo litla samleið með alvöru lýðræði, eins og dæmin sanna.
Þessir frambjóðendur eru komnir á mitt blað, ekki endilega í þessari röð:
Mikael Marlies Karlsson 3194
Pawel Bartoszek 9563
Íris Erlingsdóttir 7968
Salvör Nordal 9024
Halldór Guðjónsson 4294
Örn Bárður Jónsson 8353
Árni Björnsson 6736
Eyþór Jóvinsson 3029
Ómar Ragnarsson 9365
Ingibjörg Snorradóttir Hagalín 8034
Þorvaldur Gylfason 3403
Sigurður Grétar Guðmundsson 4976
Sigursteinn Róbert Másson 7858
Ef málsmetandi fólk, sem þetta les, getur bent mér á úrvalsfólk í framboði, væri sú ráðgjöf ágætlega þegin. Um að gera að hampa besta fólkinu og miðla upplýsingum um það. Á enn 12 sæti laus!
Grunar að ég sé ekki sá eini sem er í vandræðum með þetta.
Klóra mig þó fram úr þessu eins og hverju öðru verkefni!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður
langar að benda á þessi tvö
Ingibjörg Danielsdóttir 7253 mbl bloggið hennar er ingadan
Gísli Hjartarsson 3612 mbl. bloggið hans er Fosterinn
Kv.
Solveig Adolfsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 22:48
Solveig Adolfsdóttir, kærar þakkir fyrir þessa ábendingu. Ég mun kíkja á þetta ágæta fólk með opnum huga. Sé reyndar Gísla oft á degi hverjum!
Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 22:59
Blessaður - vil benda á náunga sem þú ættir að setja ofarlega, nefnilega sjálfan mig
http://breytingar.blog.is/blog/breytingar/entry/1107541/
Þórður Eyfjörð Halldórsson (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 23:18
Þórður Eyfjörð Halldórsson (8529), Þakka þér kærlega fyrir innlitið og ábendinguna! Hún mun ekki skaða þitt framboð!
Björn Birgisson, 17.11.2010 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.