Tvö dagblöð og hvorugu treystandi pólitískt séð

"Á síðasta ári voru gefin hér á landi út tvö dagblöð og 21 vikublað. Heildarútbreiðsla dagblaðanna nam 138.000 eintökum og vikublaða 70.000."

Tvö dagblöð eftir og hvorugu þeirra hægt að treysta pólitískt séð. Ekkert lengur til sem heitir frjálst og óháð dagblað. DV kemst næst því, en er víst ekki dagblað.

Bæði dagblöðin sögð á kúpunni fjárhagslega og eignarhald þeirra hreint stórmerkilegt.

Verður kannski ekkert dagblað á Íslandi innan tíðar?

Líklega mallar þetta einhvern veginn. Það má alltaf skipta um kennitölur og fá afskrifað í bönkunum séu  menn með réttu samböndin.

 


mbl.is Fækkaði um 140 þúsund eintök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það yrði mikil eftirsjá að Mogganum, ef hann hyrfi af markaði.  Það sama er ekki hægt að segja um hin blöðin, nema þá vegna þess að ekki væri gott að hafa bara eitt dagblað, þó gott sé.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 11:15

2 identicon

Eftirsjá að Mogganum? Hefurðu leitað til geðlæknis út af þessu?

Sauradraugur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 11:23

3 Smámynd: Björn Birgisson

Mogginn má mín vegna vera hægri sinnað blað, sem hann reyndar hefur alltaf verið. Það er þó gríðarlega heimskulegt af blaðinu að hengja sig algjörlega utan í einn stjórnmálaflokk, sem um þriðjungur þjóðarinnar styður og á nú 16 þingmenn af 63, eða 25,4% af þingheimi. Þessum 16 er hampað og öllu sem þeir segja, en hinir 47 nánast lagðir í einelti, margir hverjir. Þessi afstaða snarversnaði við síðustu ritstjóraskipti, enda sögðu margir upp áskriftinni sinni og blaðið varð af mörgum milljónum, sem því þó veitti líklega ekki af.

Sá sem er í viðskiptum getur ekki leyft sér að lofa 30% kúnnanna, en lasta hin 70%. Það gengur aldrei upp.

Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 13:50

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eruð þið áskrifendur að Mogganum?

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2010 kl. 15:47

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hef keypt Moggann í um 35 ár og geri enn!

Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband