19.11.2010 | 12:18
Litlar 113 til 156 milljónir í tómt bull
Í áætlun dómsmálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að kostnaður við að kalla saman Landsdóm verði 113 - 156 milljónir.
Jæja, jæja, það var ekkert minna!
Má ég benda á að það kostar ekkert að sleppa þessari dómadags endaleysu.
Hvernig væri að styrkja Mæðrastyrksnefnd heldur sem þessu nemur. Svona fjárhæðir duga ágætlega til að metta marga svanga munna.
Það liggur nú þegar fyrir að Landsdómur mun að öllum líkindum sýkna Geir H. Haarde.
Landsdómur kosti 113 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
150 milljónir í landsdóm. Ætli þetta stjórnlagaþing endi ekki í 300 milljónum þegar allt er talið með. Svona mætti lengi telja. Ætli skjaldborgin væri svona hriplek ef menn hefðu ýtt þessum gæluverkefnum til hliðar og farið í að huga að brýnustu málum?
joi (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 12:55
Ja tæknilega skiptir ansi litlu þessar tölur nákvæmlega, svo lengi sem erlendur gjaldmiðill er lítið notaður(sem ég geri ráð fyrir þar sem helsti kostnaður er húsnæði). Annars er þetta einungis að færa pening úr hægri vasa í þann vinstri þar sem megnið af peningnum ætti að haldast inn í íslensku hagkerfi.
Gunnar (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 13:39
Mælt þú manna heilastur Björn, 150 millj. í landsdóms vitleysuna 300 millj í stjórnlagaþing sem engu mun skila á næstu árum, 1000 millj í sendiherrabústað í London þegar hægt er að leigja fyrir 20 millj á ári, auk 1000 millj í ESB kynningu og margt fleira er hægt að telja upp.Ljóst er að ef þessum peningum væri varið í heilbrigðismál og menntamál værum við með fjárlög sem hægt væri að samþykkja í dag.
Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 13:42
Þetta er náttúrulega furðulegur þankagangur. Það sem á að gagnrýna er sú niðurstaða alþingis að sýkna alla hina ráðherrana sem ábyrgð báru. Össur, Ingibjörg, Jóhanna, Árni og Björgvin áttu að sitja með Geir á sakamannabekknum. Skaðin sem þetta fólk olli með aðgerðaleysi hleypur á hundruðum milljarða svo litlar 113 milljónir er ekki mikið. Og alls ekki miðað við kostnaðinn af skrípaþjóðfundinum! Furðulegt að enginn fjölmiðill hafi birt það bókhald. Einhver óprúttinn hefur þar makað krókinn all hressilega
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2010 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.