22.11.2010 | 23:51
Stjórnmál eru langhlaup sem aldrei taka neinn enda
Hitti mann í dag í vinnunni og við tókum spjall saman, þegar erindi hans hafði verið afgreitt.
Þjóðmálin bar auðvitað á góma og ég spurði hann hvort honum fyndist ekki ganga seint hjá ríkisstjórninni að koma nauðsynlegum leiðréttingum á koppinn gagnvart heimilum og fyrirtækjum.
Svar hans var þetta efnislega:
"Seint, það má kannski segja það, en hafðu í huga að það tók Sjálfstæðisflokkinn 18 ár, með sinni frjálshyggjustefnu, að undirbyggja hrunið sem hér varð. Jóhanna og Steingrímur mega því alveg reikna í nokkrar vikur og gefa sér góðan tíma, en verði niðurstaða ekki fengin að 18 árum liðnum, hætti ég að styðja þau."
Já, sæll, 18 ár! Sumir eru þolinmóðari en aðrir! Grín auðvitað, en alltaf fylgir einhver alvara.
Þá rifjaðist það upp fyrir mér, sem ég var löngu búinn að gleyma, í öllu atinu og amstrinu undanfarið.
Stjórnmál eru ekki spretthlaup.
Þau eru langhlaup sem aldrei taka neinn enda.
En framtíðarsýnin okkar Íslendinga er nákvæmlega engin.
Næsta viðfangsefni eru jólin.
Er svo eitthvert líf handan þeirra?
Kannski.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamlárskvöld?
Hörður Sigurðsson Diego, 23.11.2010 kl. 00:11
Varla!
Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.