23.11.2010 | 10:23
Er púðurtunnan á Kóreuskaga að springa?
"Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu staðfestir að sprengjusveit norður-kóreska hersins hafi staðið fyrir ólöglegri árás sem hersveitir Suður-Kóreu hafi svarað samstundis með gagnárás í varnarskyni."
Hvað vakir fyrir norðanmönnum með svona árás? Áttu þeir örugglega upptökin? Best að trúa varlega fréttum úr þessum heimshluta.
Er svona árás gerð með vitund og vilja ríkisstjórnar landsins? Líklega. Tengist einhverjum heræfingum sunnanmanna á umdeildu svæðinu, sem vel má líta á sem óþolandi ögrun.
Eða er þetta kannski einleikur einhvers hershöfðingja, gerður til að vekja athygli alþjóðasamfélagsins á neyð norðanmanna, í því skyni að alræðisstjórn kommúnista þar verði hrakin frá völdum með þeim ráðum sem duga? Ólíklegt, en ekki óhugsandi.
Hvað segja Kínverjar um atburði morgunsins?
Sprengjum varpað á Suður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein skýring sem ég heyrði í sjónvarpsfréttatíma BBC var að auka hróður sonar Kim Young Il. Kjarni málsins er sá að sonurinn á að taka við völdum. Enn sem komið er er hann óskrifað blað og hefur fátt til síns ágætis. Þessi átök sem nú geisa verða tiltúlkuð sem "gífurlegur hernaðarsigur" og þá náttúrulega allt syninum að þakka. Þetta er svo ekki verri skýring en allar hinar sem fram hafa komið.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 11:41
Að sögn Þjóðverja voru það Pólverjar sem gerðu áhlaup á Þýska útvarpsstöð um mánaðarmótin Ág/sept 1939, og var þar með fengin e-k afsökun til að hefja hernað. Nú segja Norðanmenn að þeir hafi verið að svara árás að sunnan, en skotmarkið er svolítið einkennilegt, - fiskiþorp.
Ég held að þeir séu bara að espa upp stríð, og lúra sennilega á kjarnavopnum. Þeir treysta kannski á það að hin vestræna menning og bommertur á borð við Írak hjálpi þeim.
Bara svona að hugsa....
Jón Logi (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 12:56
Er það ekki hefðbundið að stríðandi fyklingar ljúgi alltaf til um flest sem varðar átökin, til þess eins að fegra eða réttlæta eigin málstað, hversu veikur eða skítugur hann kann að vera?
Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.