Ekki kjósa ritskoðarana á laugardaginn

Margir frambjóðendur til Stjórnlagaþings eru með síður hér á Moggablogginu og eru duglegir við að kynna sig og sín baráttumál og ekkert nema gott um það að segja.

Hins vegar kemur svolítið babb í bátinn þegar kemur að athugasemdakerfi nokkurra þeirra. Fáeinir leyfa engar athugasemdir, enn aðrir eru með lokanir á flesta þá sem ekki eru þeim samstíga í stjórnmálum. Svo eru það þeir sem ritskoða grimmt og henda út færslum sem þeim líkar ekki við.

Þetta fólk hefði ég aldrei lyst á að kjósa og ég hvet aðra kjósendur til að sniðganga þennan hóp á laugardaginn.

Þegar lýðræðisástin og væntumþykjan um ritfrelsið er þessu marki brennd, á þetta fólk ekkert erindi á Stjórnlagaþing að mínu mati.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Amen við því Björn.

Fólk sem ber sér á brjóst, hendandi hugtakið lýðræði á lofti í annarri hvorri setningu, en þolir síðan ekki skoðanaskipti á sínum síðum, á ekkert erindi í það verkefni að bæta stjórnarskrá íslands..Þannig fólk ætti frekar að huga að sjálfsstyrkingarnámskeiðum...

hilmar jónsson, 23.11.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jamm .....

Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 14:18

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þá hlýt ég að hafa blessun ykkar, enda eru þetta skilmálar mínir um athugasemdir:

Um athugasemdir:

Allir mega setja hér inn athugasemdir.  Ekki er krafist nafns né virks tölvupóstfangs.  IP-tölur eru ekki skráðar.  Athugasemdum verður ekki eytt nema þær brjóti í bága við lög eða skilmála blog.is, og þá aðeins eftir kvörtun umsjónarmanna blog.is.  Opið er fyrir athugasemdir í lágmark 14 daga.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.11.2010 kl. 15:55

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Þór, flott hjá þér! Þú kannast nú við nokkra sem ég á við í færslunni.

Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 16:04

5 Smámynd: Björn Birgisson

Vegna símtals sem ég fékk fyrir nokkrum mínútum vil ég taka þetta fram: Ég ætla mér ekki að nafngreina ritskoðunar bloggarana sem ég á við í færslunni. Hér "innanhúss" þekkja þá margir, en ekki veit ég hve margir af þeim 650 gestum sem færsluna hafa lesið (kl.16.28) eru "heimamenn" hér á blogginu.

Hins vegar vilji aðrir nafngreina þá, að réttu og með rökum, þá er það meinalaust af minni hálfu.

Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 16:27

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ætli ég viti ekki um einhverja þeirra sem þú hefur í huga.  Ég tek reyndar ekki undir áskorun þína persónulega, en öllum er frjálst að hafa sína skoðun og koma henni á framfæri.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.11.2010 kl. 16:31

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Var að kjósa. Mér kom á óvart hversu margir voru þarna í Laugardagshöllinni og yrði ekki undrandi þótt þeim fjölgaði verulega þegar  á vikuna líður. Þetta er miklu seinlegra en í venjulegum kosningum enda ólíkt seinlegra kerfi utan kjörfundar.

Árni Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 17:01

8 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, ég held að kosningadagurinn verði strembinn vegna þess hve þetta er seinlegt. Hver kjörstaður verður að stórfjölga klefum (básum) ef ekki á illa að fara. Kaustu 25?

Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 17:05

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já og var lengi að velja þá. Ég valdi fyrst 35 og fór svo vandlega yfir til að kasta út öllum sem ég grunaði um að fylgja sjálfstæðisflokknum.

Sjallarnir eru fylgjandi óbreyttri stjórnarskrá. Hún virðist hentar þeim ágætlega.

Árni Gunnarsson, 23.11.2010 kl. 20:42

10 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir Árni minn, viss er ég um að ef allur fjöldinn kýs eins og þú, verður Stjórnlagaþingið vel skipað. Þinni dómgreind treysti ég fullkomlega. Ekki minni. Er kominn með 13 nöfn á minn lista. Viltu nefna mér 2-3 sem þér eru efst í huga?

Kveðja til þín, Björn

Björn Birgisson, 23.11.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband