23.11.2010 | 15:49
Þar haldast í hendur hæðnin og hrokinn
Þjóðfundi er nýlokið og Morgunblaðið hæddist að öllu sem honum tengdist. Framkvæmdinni, kostnaðinum og niðurstöðum fundarins, sem fjölmargir Sjálfstæðismenn þó sátu, auk annarra úr öðrum flokkum, ásamt óflokksbundnu fólki.
Nú eru kosningar til Stjórnlagaþings framundan á laugardaginn og ekki verður annað séð en að Morgunblaðið geri allt sitt til að gera sem minnst úr öllu sem kosningunum tengist, og alltaf er stutt í hæðnis- og hrokatóninn í skrifum blaðsins. Fjölmargir Sjálfstæðismenn eru í framboði og líkar líklega illa tónninn í Morgunblaðinu, málgagni Sjálfstæðisflokksins, sem þannig hikar ekki við að draga eigið fólk sundur og saman í háði og spotti.
Hvað veldur þessum óþjóðholla og hrokafulla tóni Morgunblaðsins?
Hefur Morgunblaðið engan áhuga á lýðræðinu og stjórnarskránni?
Eða veit ritstjórn Morgunblaðsins eitthvað um gæði núgildandi Stjórnarskrár sem aðrir vita ekki?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.