24.11.2010 | 18:04
Skjálfa Sjálfstæðismennirnir á beinunum?
Alltaf er maður að heyra af nýjum flokkum sem stofnaðir hafa verið, enda fær fjórflokkurinn ekki háa einkunn hjá fólki nú um stundir og því eðlilegt að ný öfl spretti upp.
Merkilegt verður þó að teljast að nýju flokkarnir eru allir til hægri og kynna sig sem slíka. Ég hef ekki heyrt um neitt nýtt afl sem staðsetur sig til vinstri, en það hlýtur að gera vart við sig bráðlega!
Sjálfstæðismenn hljóta að hafa einhverjar áhyggjur af þessu, sérstaklega þegar mannvalið á bak við nýju flokkana er skoðað. Sjáið þetta:
Kristin stjórnmálasamtök. Jón Valur Jensson og fleiri.
Hægri Grænir. Guðmundur Franklín Jónsson, Guðmundur Jónas Kristjánsson og fleiri.
Norræni hægriflokkurinn. Friðrik Hansen Guðmundsson og fleiri.
Ekki er ólíklegt að þessir nýju flokkar muni sópa til sín hægra fylginu og valda verulegum usla í röðum Sjálfstæðismanna og höggva stór skörð í þessi 30-35% sem nú segjast ætla að krossa við Sjálfstæðismenn.
Ég er ekkert að segja að Sjálfstæðismenn séu skjálfandi á beinunum yfir þróuninni, en mannvalið á bak við nýju flokkana er firna öflugt.
Er það ekki annars?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 602567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Júbb, alveg gríðarlega öflugur mannskapur svo ekki sé meira sagt. Ég fæ fiðring í líkamann af lotningu. Getur verið að Guð sé þá svona góður eftir allt saman að hann sendi okkur slíka öndvegismenn til að stýra skútunni út úr hremmingunum? Ég trúi því vart fyrr en ég tek á því.
Grefill, 24.11.2010 kl. 18:42
Listi yfir heimasíður stjórnmálasamtaka
Norræni Íhaldsfokkurinn, ekki hægriflokkurinn. Búinn að vera til í einhvern tíma.
Rauður vettvangur eru svo klassískir íslenskir sósíalistar. Búnir að vera til í þónokkurn tíma.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.11.2010 kl. 19:07
Frjálslyndir demókratar eru svo hópur ungra krata.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.11.2010 kl. 19:08
Grefill, greini ég agnarlitla hæðni í innleggi þínu? Ég bið þig að hegða þér eins og alvörugefinn maður á minni síðu. Reyna ekki að gera alvöruþrungin skrif mín að einhverjum léttleika tilverunnar, allra síst á erfiðum tímum eins og nú eru.
Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 19:09
Axel Þór, þakka þér, en sjáðu þetta: http://www.ihaldsflokkurinn.net/
Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 19:14
Ó. Þeir hafa breytt um nafn. Ég verð að uppfæra hjá mér síðuna.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.11.2010 kl. 19:16
Drottinn minn. þvílíkur mannauður..
hilmar jónsson, 24.11.2010 kl. 19:28
Hilmar minn, já, hér eru öflugir menn á ferð, sem taka ber tillit til. Ekki tel ég að þú grátir örlög hægri manna í landinu þegar þessar öflugu fylkingar taka til við að rífa í sig hægra fylgið, hver af annars diski.
Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 19:37
Heill og sæll; Björn Ísfirðingur - líka sem og, aðrir gestir þínir, hér á síðu !
Björn minn !
Ég má til; að leiðrétta afleita ambögu þína, hér að ofan. Sjálfstæðis flokkurinn; svonefndi, hefir miðju moðs flokkur verið, frá öndverðu.
Alvöru Hægri flokkur; hefði aldrei látið mál fara á þá vegu, sem raun varð, hér á Fróni, árið 2008; þér, að segja.
Hægri menn; raunverulegir, eru heragaðir, í flestum greinum - og í löndum þeim, sem þeir hafa ríkt, er nánast;; útgöngubann ríkjandi, mestan part árs, tiltekinn tíma Sólarhringsins - auk þess, sem skemmtana hald ýmislegt, er mjög, af skornum skammti - sem annað flím mannlífsins, margs konar.
Vinstri flokkar; svokallaðir, eru ekki minna úrkast í mannlífinu - en Helvízkt miðju moðið - sem; á daginn er komið, ágæti drengur.
Með kveðjum góðum; sem áður og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 20:44
Óskar Helgi, takk kærlega fyrir þetta. Alltaf gaman að heyra frá þér, fjandvinur góður! Mæltu sem oftast, og skammaðu mig sem mest. Þá líður mér best, sem og öðru úrkasti hér á síðu!
Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 20:56
Heilir; á ný !
Björn minn !
Öngvan; hugðist ég nú skamma, hér á síðu - og allra sízt þig, ágæti drengur.
Datt bara í hug; að koma þessu að,(hér; fyrir ofan), í upplýsinga skyni, sem fróðleiks nokkurs.
Og; ég mótmæli harðlega; þínum orðum, um úrkasts eiginleika þína, því;; svo fjarri ertu þeim veruleika, í að vera, kæri drengur.
Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 21:04
Takk, Óskar Helgi, alltaf gott að vita af þér handan við hornið! Haltu þig nærri, þótt hugur þinn hvarfli á stundum á aðrar og fjarlægari lendur!
Bestu kveðjur til þín og þinna, Björn
Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 21:17
Sem betur fer þá er eini maðurinn sem hefur áhyggjur af þessu þú.
Það er áhugavert hvað vinstrimenn kalla firma öflugt fólk.
TómasHa, 24.11.2010 kl. 21:29
TómasHa, sérhver hægri maður er öflugur talsmaður þess sem hann trúir á. Ég kallaði engan firma öflugan, enda ekki að fjalla um fyrirtæki, heldur fyrirbæri!
Björn Birgisson, 24.11.2010 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.